Erlent

Vilja senda menn á smástirni fremur en til tunglsins

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Smástirni.
Smástirni. MYND/Getty Images

Nefnd sérfræðinga, sem er Barack Obama Bandaríkjaforseta til ráðgjafar um geimferðamál, hefur lagt það til að geimferðastofnunin NASA hætti við að senda menn til tunglsins í sjöunda sinn en reyni þess í stað að lenda mönnuðu geimfari á smástirni. Samkvæmt skýrslu nefndarinnar væri slíkur leiðangur góð æfing og mikilvægur áfangi í áttina að því að koma mönnum til Mars. Kostnaðurinn við að reyna lendingu á smástirni myndi þó kalla á þriggja milljarða dollara fjárveitingu til NASA ofan á þá 99 milljarða sem stofnuninni hafa verið skammtaðir fyrir næsta áratuginn og óvíst hvort það yrði vinsælt hjá fjárveitingavaldinu þar vestra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×