Lausn Icesave deilunnar skilyrði erlendra banka 19. desember 2009 12:04 Icesave skuldin mun standa í 285 milljörðum króna í lok árs 2015 miðað við að níutíu prósent af eignum gamla Landsbankans endurheimtist, að mati Seðlabankans. Áform stórra erlendra banka um að opna erlenda fjármálamarkaði fyrir lántöku Íslendinga eru háð lausn Icesave deilunnar. Seðlabanki Íslands lagði nýtt mat á Icesave skuldbindinguna og erlenda skuldastöðu þjóðarbúsins í nóvember. Fyrra mat bankans var lagt fram í júlí á þessu ári. Í minnisblaði Seðlabankans til fjárlaganefndar og efnahags- og skattanefndar Alþingis, sem dagsett er 14. nóvember, kemur fram að ef verðbólga verði há hér á landi á næstu árum og gengi krónunnar lækkar til samræmis gæti endurheimtuhlutfall íslenska tryggingarsjóðsins mælt í erlendri mynt orðið lágt. Það megi því segja að verðbólga á Íslandi á næstu árum gæti orðið enn dýrari en ella vegna Icesave skuldbindinga. Seðlabankinn leggur mat á virði Icesave skuldarinnar árið 2015 miðað við mismunandi forsendur um endurheimtur á eignum Landsbankans. Fáist 90% upp í eignir Landsbankans muni skuldin standa í 285 milljörðum það ár, en miðað við 75% endurheimtur verður hún 406, að mati Seðlabankans. Ef endurheimtuhlutfallið verður hins vegar 50% muni Icesave skuldin standa í 608 milljörðum í lok árs 2015. Í öðru minnisblaði Seðlabankans til efnahags- og skattanefndar í desember leggur bankinn mat á afleiðingar þess að Icesave frumvarpið verði ekki samþykkt eða það dragist. Eins og áður hefur komið fram felst áhættan að mati Seðlabankans í því að lánshæfiseinkunn ríkissjóðs verði lækkuð og lánveitingar Norðurlandanna stöðvist. Slíkt gæti tafið afnám gjaldeyrishafta og torveldað endurfjármögnun skulda ríkissjóðs. Í því sambandi megi nefna að fulltrúar stórra erlendar banka sem hafi sýnt áhuga á að opna erlenda fjármálamarkaði fyrir lántöku innlendra aðila telji slík áform háð lausn Icesave deilunnar, að því er segir í minnisblaði Seðlabankans. Seðlabankinn segir að mikil skuldabyrði hins opinbera á næstu árum sé ögrandi viðfangsefni. Skuldabyrðin sé langt yfir 60% hlutfallinu sem miðað sé við í svonefndum Maastricht skilyrðum. Hins vegar sé skuldabyrði nokkurra annarra þróaðra ríkja svipuð eða meiri. Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Icesave skuldin mun standa í 285 milljörðum króna í lok árs 2015 miðað við að níutíu prósent af eignum gamla Landsbankans endurheimtist, að mati Seðlabankans. Áform stórra erlendra banka um að opna erlenda fjármálamarkaði fyrir lántöku Íslendinga eru háð lausn Icesave deilunnar. Seðlabanki Íslands lagði nýtt mat á Icesave skuldbindinguna og erlenda skuldastöðu þjóðarbúsins í nóvember. Fyrra mat bankans var lagt fram í júlí á þessu ári. Í minnisblaði Seðlabankans til fjárlaganefndar og efnahags- og skattanefndar Alþingis, sem dagsett er 14. nóvember, kemur fram að ef verðbólga verði há hér á landi á næstu árum og gengi krónunnar lækkar til samræmis gæti endurheimtuhlutfall íslenska tryggingarsjóðsins mælt í erlendri mynt orðið lágt. Það megi því segja að verðbólga á Íslandi á næstu árum gæti orðið enn dýrari en ella vegna Icesave skuldbindinga. Seðlabankinn leggur mat á virði Icesave skuldarinnar árið 2015 miðað við mismunandi forsendur um endurheimtur á eignum Landsbankans. Fáist 90% upp í eignir Landsbankans muni skuldin standa í 285 milljörðum það ár, en miðað við 75% endurheimtur verður hún 406, að mati Seðlabankans. Ef endurheimtuhlutfallið verður hins vegar 50% muni Icesave skuldin standa í 608 milljörðum í lok árs 2015. Í öðru minnisblaði Seðlabankans til efnahags- og skattanefndar í desember leggur bankinn mat á afleiðingar þess að Icesave frumvarpið verði ekki samþykkt eða það dragist. Eins og áður hefur komið fram felst áhættan að mati Seðlabankans í því að lánshæfiseinkunn ríkissjóðs verði lækkuð og lánveitingar Norðurlandanna stöðvist. Slíkt gæti tafið afnám gjaldeyrishafta og torveldað endurfjármögnun skulda ríkissjóðs. Í því sambandi megi nefna að fulltrúar stórra erlendar banka sem hafi sýnt áhuga á að opna erlenda fjármálamarkaði fyrir lántöku innlendra aðila telji slík áform háð lausn Icesave deilunnar, að því er segir í minnisblaði Seðlabankans. Seðlabankinn segir að mikil skuldabyrði hins opinbera á næstu árum sé ögrandi viðfangsefni. Skuldabyrðin sé langt yfir 60% hlutfallinu sem miðað sé við í svonefndum Maastricht skilyrðum. Hins vegar sé skuldabyrði nokkurra annarra þróaðra ríkja svipuð eða meiri.
Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira