Þótt Eimskip hafi tapað um 96 milljörðum á síðasta ári báru forstjórarnir þrír, sem stýrðu félaginu á árinu, ekki skarðan hlut frá borði. Baldur Guðnason fekk 75 milljónir, Stefán Ágúst Magnússon fékk 87 milljónir og Gylfi Sigfússon 28 milljónir í árslaun, samtals um 190 milljónir.
Baldur Guðnason var forstjóri Eimskips fyrstu 52 daga ársins og fékk 75 milljónir fyrir viðvikið. Það gerir rúmlega 1,4 milljón á dag.
Stefán Ágúst Magnússon tók við af Baldri og dugði í 88 daga. Fyrir það fékk hann 87 milljónir sem gerir tæplega eina milljón á dag.
Gylfi Sigfússon var forstjóri félagsins síðustu 225 daga ársins. Hann fékk rétt tæpar 28 milljónir í laun fyrir þann tíma sem gerir 124 þúsund krónur á dag.