Viðskipti innlent

Ríkið gæti sloppið með 200 milljarða í nýju bankana

Framlag ríkissjóðs við endurfjármögnun bankana gæti orðið 200 milljarðar kr. eða 70 milljörðum kr. minna en áður var talið. Er þetta háð því að kröfuhafar verði beinir eignaraðilar að Íslandsbanka og Nýja Kaupþingi en ekki aðeins óbeinir eins og samkomulag liggur fyrir um.

Þetta kemur fram í frétt um málið á Reuters en flestar viðskiptafréttasíður heimsins fjalla um málið í dag. Allar nota þær töluna 1,5 milljarður evra, eða 270 milljarðar kr., sem áætlað framlag ríkissjóðs til nýju bankana. Er það 100 milljörðum kr. minni upphæð en talið var s.l. vetur að ríkissjóður þyrfti að leggja fram en þá var rætt um 380 milljarða kr.

Reuters segir að áform séu uppi um að kröfuhafarnir skrái sig fyrir beinni eignaraðild að Íslandsbanka og Nýja Kaupþingi upp að fyrrgreindum 70 milljörðum kr.

Fram kemur á Reuters, Financial Times, Wall Street Journal og fleiri vefsíðum að endurfjármögnun bankana sé lykilatriði við að koma efnahagslífi landsins aftur á lappirnar og róa erlenda kröfuhafa þeirra.

Endurskipulagning bankana verður kynnt á blaðamannafundi nú fyrir hádegið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×