Hamilton: Myndi elska að vinna í Singapúr 27. september 2009 08:13 Lewis Hamilton verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í dag og út um allan heim. mynd: Getty Images Formúlu 1 mótið í Singapúr fer fram í dag og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11.30 í opinni dagskrá, en þátturinn Endamarkið er sýndur kl. 14.15 og aftur í kvöld kl. 22.00. Lewis Hamilton er fremstur á ráslínu á McLaren á götum Singapúr. Við hlið hans er Sebastian Vettel á Red Bull, sem er einn fjögurra ökumanna sem á möguleika á meistaratitilinum ásamt Mark Webber, sem er fjórði og Rubens Barrichello í tíunda sæti og Jenson Button í tólfta sæti. Þeir tveir síðarnefndu er á Brawn bílum og gekk illa í tímatökunni í gær. Button er með 14 stiga forskot á Barrichello og 26 stig á Vettel, en Vettel er í kjörstöðu að sækja dýrmæt stig á Button í mótinu í dag. Hann var á góðri leið með að ná besta tíma í gær þegar Barrichello klessti bíl sinn og stöðva varð tímatökuna og staðan sem var kominn upp gilti til uppröðunnar á ráslínu. Fjörtíu stig eru ennþá í stigapottinum og því ramman reip að draga fyrir Vettel, en hann er staðráðinn í að vinna síðustu fjögur mót ársins og byrja í Singapúr. En Hamilton stefnir líka á sigur. "Ég vildi svo sannarlega að ég væri að keppa um meistaratitilinn, en árið hefur verið erfitt og ég verð að láta mér nægja að keppa um sigur í einstökum mótum. Það kom mér á óvart að ná besta stað á ráslínu og ég myndi elska að vinna á götum Singapúr, en mótið er langt og strangt", sagði Hamilton.Sjá rásröð og brautarlýsingu Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Formúlu 1 mótið í Singapúr fer fram í dag og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11.30 í opinni dagskrá, en þátturinn Endamarkið er sýndur kl. 14.15 og aftur í kvöld kl. 22.00. Lewis Hamilton er fremstur á ráslínu á McLaren á götum Singapúr. Við hlið hans er Sebastian Vettel á Red Bull, sem er einn fjögurra ökumanna sem á möguleika á meistaratitilinum ásamt Mark Webber, sem er fjórði og Rubens Barrichello í tíunda sæti og Jenson Button í tólfta sæti. Þeir tveir síðarnefndu er á Brawn bílum og gekk illa í tímatökunni í gær. Button er með 14 stiga forskot á Barrichello og 26 stig á Vettel, en Vettel er í kjörstöðu að sækja dýrmæt stig á Button í mótinu í dag. Hann var á góðri leið með að ná besta tíma í gær þegar Barrichello klessti bíl sinn og stöðva varð tímatökuna og staðan sem var kominn upp gilti til uppröðunnar á ráslínu. Fjörtíu stig eru ennþá í stigapottinum og því ramman reip að draga fyrir Vettel, en hann er staðráðinn í að vinna síðustu fjögur mót ársins og byrja í Singapúr. En Hamilton stefnir líka á sigur. "Ég vildi svo sannarlega að ég væri að keppa um meistaratitilinn, en árið hefur verið erfitt og ég verð að láta mér nægja að keppa um sigur í einstökum mótum. Það kom mér á óvart að ná besta stað á ráslínu og ég myndi elska að vinna á götum Singapúr, en mótið er langt og strangt", sagði Hamilton.Sjá rásröð og brautarlýsingu
Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira