Viðskipti innlent

Teymi sektað um 70 milljónir

Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Samkeppniseftirlitið hefur sektað fjarskiptafyrirtækið Teymi um 70 milljónir króna fyrir brot á samkeppnislögum sem áttu sér stað á árinu 2008. Fyrirtækinu er jafnframt gert að selja eignarhlut sinn Tali.

Teymi og dótturfélag fyrirtækisins, Vodafone, hafa gengist við að hafa brotið gegn 10. grein samkeppnislega. Þau fallast á að greiða stjórnvaldssekt að fjárhæð 70 milljónir króna vegna þessa. Fyrirtækin fallast á að hlíta tilteknum fyrirmælum sem ætlað er að tryggja virka samkeppni.

Teymi og Vodafone brutu samkeppnislög með samstilltum aðgerðum og samkomulagi við Tal sem miðaði að því að draga úr samkeppnislegu sjálfstæði Tals og vinna gegn því að Tal keppti við Vodafone. Fyrirtækin brutu gegn lögum með ákvæðum í samningi við Tal og Vodafone um aðgang að farsímaneti. Þetta var til þess fallið að draga úr samkeppni á markaði.

Til að stuðla að virkri samkeppni á þeim mörkuðum sem Teymi og dótturfélög

þess starfa á fellst félagið á að selja eignarhlut sinn í Tali. Sölutilraunir skulu hefjast sem fyrst.

Þar til af sölu verður skal Teymi ekki, grípa til aðgerða í því skyni að hafa

neikvæð áhrif á verðmæti eignarhlutanna eða á rekstur eða samkeppnishæfni Tals. Er Teymi óheimilt að grípa til nokkurra ráðstafana sem með óeðlilegum hætti geta veikt Tal sem keppinaut á markaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×