Viðskipti innlent

Landsframleiðslan dróst saman um 3,6%

Landsframleiðsla er talin hafa dregist saman um 3,6% að raungildi frá fjórða ársfjórðungi 2008 til fyrsta ársfjórðungs 2009. Á sama tíma drógust þjóðarútgjöld saman um 3,3%.

Þetta kemur fram í nýjum hagvísum Hagstofunnar. Þar segir að talið er að einkaneysla hafi aukist um 1,7%. Þessi aukning kemur í kjölfarið á metsamdrætti sem varð á fjórða ársfjórðungi 2008,eða -15%.

Talið er að fjárfesting hafi dregist saman um 31,3%. Samdráttur var í öllum undirliðum fjárfestingar í ársfjórðungnum. Samdráttur í fjárfestingu atvinnuveganna var 35,5%, í íbúðarfjárfestingu um 25,7% og hjá hinu opinbera um 25,1%.

Þá er talið að samneysla hafi dregist saman um 2,2%. Útflutningur dróst saman um 1,9% en innflutningur jókst um 7,8%.

Árstíðaleiðrétt landsframleiðsla dróst saman um 3,9% frá fyrsta ársfjórðungi 2008 til fyrsta ársfjórðungs 2009 eftir 1,5% samdrátt í ársfjórðungnum þar á undan.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×