Erlent

Þrír handteknir grunaðir um hryðjuverkastarfsemi

Mynd úr safni/Gettyimages
Mynd úr safni/Gettyimages

Þrír menn voru handteknir í húsi í Wales í dag grunaðir um hryðjuverkastarfsemi. Tveir mannanna eru tuttugu og fjögurra ára gamlir en sá þriðjir er fjörutíu og eins árs. Þeir voru í upphafi handteknir í Blackwood í Suður-Wales vegna gruns um fíkniefnamisferli en við nánari eftirgrennslan var hryðjuverkasveit lögreglunnar kölluð til.

Það er Skynews sem greinir frá nú í kvöld.

Mennirnir þrír voru síðan handteknir grunaðir um undirbúning eða hvatningu til hryðjuverka samvkæmt hryðjuverkalögunum sem voru sett árið 2000.

Mennirnir voru síðar fluttir frá Wales til London en ekki er grunur um að mennirnir hafi stundað alþjóðlega hryðjuverkastarfsemi samkvæmt talskonu lögreglunnar í Wales.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×