Viðskipti innlent

Langflug ehf. næst stærst í Icelandair Group

Eftir að Íslandsbanki eignaðist samtals tæplega 47% hlut í Icelandair Group í morgun er Langflug ehf. orðið næst stærsti hluthafinn með 23,84. Stærsti eigandi Langflugs er svo aftur Finnur Ingólfsson fyrrum ráðherra og seðlabankastjóri.

Aðrir sem eiga meir en 2% hlut eru Sparisjóðabanki Íslands með 9,36%, Alnus ehf. með 3,3%, Icelandair Group hf. með 2,55%, Glitnir banki hf. með 2,09% og Sigla ehf. með 2,0%.

Aðrir eigendur, með minna en 2% eru Saga Capital , Arkur ehf. , N1 hf., Stafir lífeyrissjóður, Almenni lífeyrissjóðurinn, Kaupfélag Suðurnesja, Landsbanki Luxembourg S.A. og DnB NOR Bank ASA










Fleiri fréttir

Sjá meira


×