Viðskipti innlent

Mat á erlendri skuldastöðu ríkisins kynnt á morgun

Gunnar Örn Jónsson skrifar
Seðlabankinn mun á morgun kynna opinberlega mat sitt á erlendri skuldastöðu ríkisins en Fréttablaðið greindi frá því í morgun að skuldir ríkisins væru tvöföld landsframleiðsla. Fyrst munu niðurstöðurnar verða kynntar fyrir stjórnarflokkunum og síðar um daginn mun matið ásamt lögfræðiálitum Seðlabankans verða kynnt opinberlega.

Eins og Vísir greindi frá í morgun og komið hefur fram í fréttum Stöðvar 2, bendir allt til þess að erlendar skuldir þjóðarbúsins, sem innihalda meðal annars skuldir ríkisins, nemi hátt í 300 prósent af landsframleiðslu Íslands. Ein meginforsenda áætlunar Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var sú að erlend skuldastaða þjóðarbúsins við lok árs 2009 myndi vera af stærðargráðunni 160 prósent af vergri landsframleiðslu Íslands.




Tengdar fréttir

Þingmenn geta ekki tekið upplýsta ákvörðun

Þingmenn geta ekki tekið upplýsta ákvörðun um Icesave samningana án þess að erlend skuldastaða Íslands liggi fyrir. Þetta segir Gunnar Tómasson, hagfræðingur.

Erlendar skuldir ríkisins 200% af landsframleiðslu

Eins og Fréttablaðið greindi frá í morgun nema erlendar skuldir ríkisins 200 prósentum af vergri landsframleiðslu Íslands samkvæmt nýju mati Seðlabankans. Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og skattanefndar, vildi ekkert tjá sig um málið við fréttastofu þegar leitað var til hans í morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×