Viðskipti innlent

Búnaðarbankinn var einkabanki þegar Björgólfarnir fengu lánin

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Magnús Gunnarsson, fyrrverandi formaður bankaráðsins, segir að búið hafi verið að einkavæða Búnaðarbankann þegar lánið var veitt.
Magnús Gunnarsson, fyrrverandi formaður bankaráðsins, segir að búið hafi verið að einkavæða Búnaðarbankann þegar lánið var veitt.
Lán Búnaðarbanka Íslands til Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum að undanförnu, var veitt í apríl 2003, segir Magnús Gunnarsson, fyrrverandi formaður bankaráðs Búnaðarbanka Íslands. „Þá hafði ríkið selt bankann og nýir eigendur skipað nýtt bankaráð. Síðar var Búnaðarbankinn sameinaður Kaupþingi," segir Magnús í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér vegna málsins.

Töluvert hefur verið rætt um lán sem Samson, sem var eignarhaldsfélag Björgólfsfeðga, fékk hjá Búnaðarbankanum til kaupa á Landsbankanum þegar síðari bankinn var einkavæddur fyrir nokkrum árum. Einkum eftir að fréttir bárust af því að Björgólfsfeðgar, sem eru í persónulegri ábyrgð fyrir láninu gerðu Kaupþingi tilboð sem felur í sér verulegar afskriftir af láninu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×