Handbolti

Kiel vann stórsigur á Lemgo

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vignir Svavarsson í baráttunni í dag.
Vignir Svavarsson í baráttunni í dag. Nordic Photos / Getty Images

Kiel komst í dag í fjögurra stiga forystu á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta með góðum tíu marka sigri á Lemgo, 33-23.

Alfreð Gíslason er þjálfari Kiel sem náði undirtökunum í leiknum strax í fyrri hálfleik og var aldrei spurning hvort liðið myndi sigra í leiknum.

Vignir Svavarsson skoraði tvö mörk fyrir Lemgo en Logi Geirsson ekkert. Logi fékk ekkert að spila í fyrri hálfleik og náði ekki að koma sér á blað í þeim síðari.

Marcus Ahlm fór mikinn á línunni hjá Kiel og skoraði ellefu mörk. Kiel er sem fyrr á toppi deildarinnar og hefur nú unnið tíu leiki í röð. Lemgo er í fjórða sæti með sautján stig, rétt eins og Flensburg og Nordhorn en fyrrnefnda liðið á leik til góða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×