Sport

Bandarískur sigur í 4x400 metra boðhlaupi kvenna

Bandaríska kvennasveitin bar sigur úr býtum í 4x400 metra boðhlaupi á Ólympíuleikunum í Peking í dag eftir æsilega baráttu við sveit Rússa. Sanya Richards tryggði þeim bandarísku sigurinn með frábærum endaspretti.

Lengi vel leit út fyrir sigur Rússlands en Richards setti í fluggír þegar úr síðustu beygjunni var komið og hljóp til sigurs. Rússland hafnaði í öðru sæti og sveit  Jamaíka í því þriðja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×