Innlent

Orðspor hefur ekki beðið hnekki vegna frestunar á tónleikaferð

Orðspor Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefur ekki beðið hnekki og hún hefur ekki borið fjárhagslegan skaða af því að ákveðið var að fresta tónleikaferð til Japans sem átti að fara síðar í þessum mánuði.

Fram kemur í tilkynningu sveitarinnar að eftir atburði síðustu vikna hafi farið að bera á efasemdum í báðum löndum um tímasetningu ferðar Sinfóníuhljómsveitarinnar til Japans. Þegar hin alþjóðlega fjármalákreppa hafi tekið að dýpka í Japan og óvissa ríkti um framhald erfiðleikanna hérlendis hafi áhyggjur vegna tímasetningarinnar að vaxa. Því hafi það verið niðurstaðan að fresta ferðinni enda hefðu báðir aðilar lagt mikinn metnað í að gera ferð þessa sem glæsilegasta. Vonir standa til að af ferðinni geti orðið síðar.

Sinfóníuhljómsveitin minnir enn fremur á að hún býður þjóðinni á tónleika föstudaginn 17. október kl. 19:30 og laugardaginn 18. október kl. 17 svo lengi sem húsrúm leyfir. Þar verða leiknar sinfóníur Síbelíusar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×