Matur

Grísalundir með ananassalsa

Leiðbeiningar

Nuddið grísalundirnar með 3 msk af olíu og kryddið svo með chilipipar og 2 msk af salti, pipar og oregano. Nuddið þá hvítlauknum og 1 msk af limesafanum yfir og látið standa í 45 mín. Hitið grillið vel og setjið lundina á heitasta staðinn á grillinu. Grillið lundina í 5 mín á hvorri hlið, lækkið hitann niður í lægstu stillingu og haldið áfram að grilla í 3-4 mín á hvorri hlið. Takið lundina af grillinu, látið standa í nokkrar mínútur, skerið lundina svo niður, hellið kóríandermyntuolíunni yfir og berið fram með ananassalsa.

1 kg grísalundir

6 msk jómfrúarolía

1 msk malaður chili pipar

2 tsk salt

1 tsk nýmalaður svartur pipar

1 tsk þurrkað oregano

1 ½ msk saxaður hvítlaukur

3 msk safi úr lime

Ananassalsa

Penslið ananassneiðarnar með 1 msk olíu og grillið í 4 mín á hvorri hlið, takið af grillinu og látið kólna. Skerið kjarnann úr ananasinum og saxið restina og setjið í skál. Bætið rauðlauk, 2 msk af limesafa, 2 msk af olíu, jalapenopipar, papriku og kóríander, saltið og látið standa á meðan grísalundin er grilluð.

1 ananas afhýddur og skorinn í sneiðar

3 msk jómfrúarolía

2 rauðlaukar, saxaðir

2 msk jalapeno pipar, saxaður

1 rauð paprika, söxuð

1 msk saxaður ferskur kóríander

Kóríandermyntuolía

Setjið jurtirnar í matvinnsluvél og maukið, lækkið hraðann á vélinni og hellið olíunni varlega fyrst í lítilli bunu út í og kryddið svo með salti og pipar.



1 búnt ferskt kóríander

10 fersk myntulauf

2 dl jómfrúarolía

sjávarsalt og nýmalaður pipar










Fleiri fréttir

Sjá meira


×