Innlent

Fjörutíu ár frá því skipt var í hægri umferð

Næstkomandi mánudaginn eru 40 ár liðin frá því að skipt var yfir í hægri umferð á Íslandi. Þann dag og næstu daga á eftir mun Umferðarráð standa fyrir margskonar umfjöllunum og áhugaverðum viðburðum sem vert er að fylgjast með.

Það var að morgni 26. maí árið 1968 sem skipt var yfir í hægri umferð á Íslandi. Að baki lá mikill undirbúningur, þrotlaus vinna margra aðila og gríðarlegur kostnaður Þessi atburður verður settur á svið á mánudaginn klukkan eitt eftir hádegi. Fyrir framan Sjávarútvegshúsið á Skúlagötu 4, mun bíl verða ekið af vinstri akrein yfir á hægri. Þetta verður gert á sama stað og af sama manni og fyrstur ók yfir á hægri akrein fyrir 40 árum síðan, Valgarði Briem formanni H-nefndarinnar 1968.

Notast verður við fornbíl frá þeim tíma sem vinstri umferð var við lýði. Í kjölfarið fylgja ökutæki sem eru táknræn fyrir nútímaleg samgöngutæki, segir í tilkynningu frá Umferðarráði.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×