Handbolti

Þórir með átta í sigri Lübbecke

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þórir Ólafsson í leik með Lübbecke.
Þórir Ólafsson í leik með Lübbecke. Mynd/Oliver Krato
Þórir Ólafsson fór mikinn í sigri Lübbecke á Bremervörde í norðurriðli þýsku B-deildarinnar í handbolta í gær.

Þórir skoraði átta mörk og var markahæstur í liði Lübbecke ásamt einum öðrum. Liðið vann tólf marka sigur á Bremervörde á útivelli, 34-22.

Þetta var tíundi sigur Lübbecke á tímabilinu í jafn mörgum leikjum. Liðið er nú með fimm stiga forystu á Hamm á toppi deildarinnar en Hamm á reyndar tvo leiki til góða og er enn taplaust.

Hannover-Burgdorf, lið Heiðmars Felixssonar og Hannesar Jóns Jónssonar, er svo í þrijða sæti með fjórtán stig eftir níu leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×