Atvinnuleysi 5,5 prósent í Bandaríkjunum 6. júní 2008 14:26 Ben Bernanke, seðlabankastjóri. Sérfræðingar segja bandaríska seðlabankann hafa einblínt um of á lækkun stýrivaxta. Mynd/AFP Atvinnuleysi mældist 5,5 prósent í Bandaríkjunum í nýliðnum mánuði. Þetta er hálfu prósentustigi meira en mánuðinn á undan og þykir auka líkurnar frekar en áður á því að samdráttarskeið renni upp vestanhafs á næstunni. Bandarískir fjármálasérfræðingar segja ljóst að lausafjárþurrðin og aðstæður á mörkuðum hafi valdið því að þarlend fyrirtæki hafi hægt á mannaráðningum Hætt er við að draga muni úr einkaneyslu í kjölfarið. Breska ríkisútvarpið (BBC) bendir á að bandaríski seðlabankinn hafi lækkað stýrivexti hratt frá síðasta hausti með það fyrir augum að blása lífi í einkaneyslu og auka þannig umferð fjármagns í umferð. BBC hefur eftir sérfræðingum að sökum þess hve matvæli og annar kostnaður hafi hækkað mikið í verði upp á síðkastið þá hefði seðlabankinn fremur átt að horfa á aðra þætti en stýrivextina.Bandarískur hlutabréfamarkaður hefur ekki farið varhluta af atvinnuleysistölunum í dag. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hefur lækkað um 1,73 prósent það sem af er dags og Nasdaq-vísitalan um 1,4 prósent. Þessu var öfugt farið í gærkvöldi þegar vísitölurnar hækkuðu um tæp tvö prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Atvinnuleysi mældist 5,5 prósent í Bandaríkjunum í nýliðnum mánuði. Þetta er hálfu prósentustigi meira en mánuðinn á undan og þykir auka líkurnar frekar en áður á því að samdráttarskeið renni upp vestanhafs á næstunni. Bandarískir fjármálasérfræðingar segja ljóst að lausafjárþurrðin og aðstæður á mörkuðum hafi valdið því að þarlend fyrirtæki hafi hægt á mannaráðningum Hætt er við að draga muni úr einkaneyslu í kjölfarið. Breska ríkisútvarpið (BBC) bendir á að bandaríski seðlabankinn hafi lækkað stýrivexti hratt frá síðasta hausti með það fyrir augum að blása lífi í einkaneyslu og auka þannig umferð fjármagns í umferð. BBC hefur eftir sérfræðingum að sökum þess hve matvæli og annar kostnaður hafi hækkað mikið í verði upp á síðkastið þá hefði seðlabankinn fremur átt að horfa á aðra þætti en stýrivextina.Bandarískur hlutabréfamarkaður hefur ekki farið varhluta af atvinnuleysistölunum í dag. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hefur lækkað um 1,73 prósent það sem af er dags og Nasdaq-vísitalan um 1,4 prósent. Þessu var öfugt farið í gærkvöldi þegar vísitölurnar hækkuðu um tæp tvö prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira