Litlir kassar Þórgunnur Oddsdóttir skrifar 7. nóvember 2008 06:00 Einhvern tíma las ég að ástæða þess að allar flugstöðvar í heiminum eru nánast eins væri sú að fólki ætti að líða eins og það kannaðist við sig án þess þó að finnast það vera heima hjá sér. Umhverfið mætti sum sé hvorki vera of heimilislegt né of framandi. Það sama á við um verslana- og veitingahúsakeðjur. Engu skiptir hvort þú rambar inn á McDonalds í Reykjavík eða í Shanghai. Innréttingarnar eru þær sömu og bragðið af matnum eins. Í því felst ákveðin öryggistilfinning en þú veist líka að þig langar ekkert að hanga á McDonalds lengur en tekur að sporðrenna einum hamborgara. Á sólríkum sumardegi í byrjun ágúst steig ég fæti inn í skemmtilega vegasjoppu á Skriðulandi í Dölum. Ekki man ég hvað ég var að kaupa en ég man að ég fékk þessa notalegu tilfinningu sem hellist stundum yfir mig í litlum verslunum þar sem öllu ægir saman og meira er lagt upp úr þjónustu og vöruúrvali en heildarútliti og hönnun. Veðurfréttirnar ómuðu í útvarpinu og mér finnst eins og konan á bak við afgreiðsluborðið hafi prjónað leista í rólegheitum meðan ég svipaðist um í búðinni sem er í senn veitingastaður, bensínstöð og verslun. Þarna var allt til líkt og í kaupfélaginu í Búðardal sem ég hafði heimsótt daginn áður. Grænar baunir í dós, litabók og litir, súpukjöt, tindar í snúningsþyrlu, túrtappar, ljósaperur, bollastell, baggaplast og bleiur. Ég ætlaði aldrei að koma mér út í bíl aftur. Sem áhugamaður um staði sem þessa var ég nokkuð spennt að fá mér hressingu í glænýjum Staðarskála á leið minni milli Reykjavíkur og Akureyrar í vikunni. Vonbrigðin voru nokkur. Vitanlega er skálinn ósköp snyrtilegur, stílhreinn og móðins. Þarna eru engar ósamstæðar innréttingar, ekkert illa lyktandi gólfteppi og engar seinni tíma viðbyggingar. Þess í stað sömu gólfflísarnar og alls staðar annars staðar, sömu stólarnir og sama vöruúrvalið og á bensínstöð í Ártúnsbrekkunni. Engir varahlutir í heyvinnuvélar, engin búsáhöld, engin málverk á veggjunum eftir færasta hobbímálara sveitarinnar og ekkert söluhorn með handverki húnvetnskra húsmæðra. Ekkert til að skoða. Mér varð hugsað til McDonalds. Staðarskáli virtist orðinn lítið annað en snyrtileg og karakterlaus umgjörð utan um tvær helstu frumþarfir mannsins, að borða og pissa. Þó allt væri nýtt var þar ekkert nýtt að sjá. Að minnsta kosti langaði mig ekki að staldra þar við stundinni lengur en tók að renna niður samloku og frönskum kartöflum með kokteilsósu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórgunnur Oddsdóttir Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun
Einhvern tíma las ég að ástæða þess að allar flugstöðvar í heiminum eru nánast eins væri sú að fólki ætti að líða eins og það kannaðist við sig án þess þó að finnast það vera heima hjá sér. Umhverfið mætti sum sé hvorki vera of heimilislegt né of framandi. Það sama á við um verslana- og veitingahúsakeðjur. Engu skiptir hvort þú rambar inn á McDonalds í Reykjavík eða í Shanghai. Innréttingarnar eru þær sömu og bragðið af matnum eins. Í því felst ákveðin öryggistilfinning en þú veist líka að þig langar ekkert að hanga á McDonalds lengur en tekur að sporðrenna einum hamborgara. Á sólríkum sumardegi í byrjun ágúst steig ég fæti inn í skemmtilega vegasjoppu á Skriðulandi í Dölum. Ekki man ég hvað ég var að kaupa en ég man að ég fékk þessa notalegu tilfinningu sem hellist stundum yfir mig í litlum verslunum þar sem öllu ægir saman og meira er lagt upp úr þjónustu og vöruúrvali en heildarútliti og hönnun. Veðurfréttirnar ómuðu í útvarpinu og mér finnst eins og konan á bak við afgreiðsluborðið hafi prjónað leista í rólegheitum meðan ég svipaðist um í búðinni sem er í senn veitingastaður, bensínstöð og verslun. Þarna var allt til líkt og í kaupfélaginu í Búðardal sem ég hafði heimsótt daginn áður. Grænar baunir í dós, litabók og litir, súpukjöt, tindar í snúningsþyrlu, túrtappar, ljósaperur, bollastell, baggaplast og bleiur. Ég ætlaði aldrei að koma mér út í bíl aftur. Sem áhugamaður um staði sem þessa var ég nokkuð spennt að fá mér hressingu í glænýjum Staðarskála á leið minni milli Reykjavíkur og Akureyrar í vikunni. Vonbrigðin voru nokkur. Vitanlega er skálinn ósköp snyrtilegur, stílhreinn og móðins. Þarna eru engar ósamstæðar innréttingar, ekkert illa lyktandi gólfteppi og engar seinni tíma viðbyggingar. Þess í stað sömu gólfflísarnar og alls staðar annars staðar, sömu stólarnir og sama vöruúrvalið og á bensínstöð í Ártúnsbrekkunni. Engir varahlutir í heyvinnuvélar, engin búsáhöld, engin málverk á veggjunum eftir færasta hobbímálara sveitarinnar og ekkert söluhorn með handverki húnvetnskra húsmæðra. Ekkert til að skoða. Mér varð hugsað til McDonalds. Staðarskáli virtist orðinn lítið annað en snyrtileg og karakterlaus umgjörð utan um tvær helstu frumþarfir mannsins, að borða og pissa. Þó allt væri nýtt var þar ekkert nýtt að sjá. Að minnsta kosti langaði mig ekki að staldra þar við stundinni lengur en tók að renna niður samloku og frönskum kartöflum með kokteilsósu.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun