Hlutabréf í DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar fór í 77 sent á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum en það er lægsta gengi bréfanna frá upphafi.
Gengið rétti sig við eftir því sem nær dró lokun hlutabréfamarkaði vestanhafs og endaði í tæpum 84 sentum á hlut. Það jafngildir 1,19 prósenta hækkun frá lokagenginu bréfa í félaginu í gær.
Gengið bréfanna fór í 82 sent í gær og er þetta því annar dagurinn í röð sem gengi bréfa í DeCode nær lægsta punkti.