Alfreð: Mikill heiður og stórkostlegt tækifæri Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. júní 2008 13:11 Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel. Nordic Photos / AFP Alfreð Gíslason sagði í samtali við Vísi í dag að ráðning hans til Þýskalandsmeistara Kiel sé stórkostlegt tækifæri og hápunktur á sínum þjálfaraferli. „Við vorum að ganga frá þessu og líst mér afar vel á þetta," sagði Alfreð sem skrifaði undir þriggja ára samning við Kiel. Hann var samningsbundinn Gummersbach til ársins 2010 en Kiel greiddi félaginu 750 þúsund evrur fyrir að losa Alfreð undan samningnum. Auk þess þurfti Kiel að greiða allt að 400 þúsund evrur fyrir að losa gamla þjálfarann, Noka Serdarusic, undan samningi sínum við Kiel. Alfreð staðfesti fyrri upphæðina í samtali við Vísi en þetta mun vera dýrasta þjálfararáðning í sögu handboltans. „Það er víst," sagði Alfreð spakur. „En þetta kemur mér í raun ekkert við. Þeir vildu ráða nýjan þjálfara og vildu endilega ráða mig. Þetta er vissulega heiður en ég finn ekki fyrir neinni sérstakri pressu vegna peninganna. Þetta er fyrst og fremst risastórt tækifæri fyrir mig að þjálfa annað af bestu félagsliðum heims." Kiel varði í vor bæði meistaratitil sinn í þýsku úrvalsdeildinni sem og bikarmeistaratitilinn. Liðið tapaði hins vegar fyrir Ciudad Real í úrslitum Meistaradeildar Evrópu sem er af langflestum talið besta félagsliðs heims ásamt Kiel. „Þetta er búið að ganga hratt fyrir sig og ég er varla farinn að kveikja á þessu ennþá," sagði Alfreð. „Ég fæ loksins lið í hendurnar sem getur unnið titla. Eins og málin hafa þróast í handboltaheimnum safnast bestu leikmenn heimsins á 2-3 bestu liðin." „Það er mjög erfitt fyrir önnur lið að brjótast inn í þann flokk. Hjá Gummersbach var ég með lið sem þarf að byggja öðruvísi upp og tekur það ferli lengri tíma. Svo á maður alltaf það á hættu að bestu leikmenn liðsins eru keyptir í burtu þegar vel gengur, eins og gerðist með Daniel Narcisse í fyrra." „Þetta er vissulega hápunktur á mínum þjálfaraferli. Þetta er stórkostlegt tækifæri fyrir mig og sagan verður að sýna hvað ég gat gert úr því." Noka Serdarusic var dáður og dýrkaður af mörgum í Kiel og þeirra á meðal er Nikola Karabatic, einn allra besti leikmaður heims. Hann sagði í viðtali við þýska fjölmiðla að sér hafi sárnað mjög meðferð Kiel á Serdarusic sem hafi gengið sér í föðurstað. Alfreð býst þó ekki við því að ná ekki góðu sambandi við leikmenn. „Ég geri ekki ráð fyrir því. Þetta snýst um handbolta og aðalatriðið er að skila almennilegri vinnu. Ég tel mig hafa sýnt að ég hafi gert það hvar sem ég hef unnið. Það verður svo að koma í ljós hvort það nægir." Hann segir að leikmannamálin hjá Kiel sé í góðum málum. „Langflestir leikmenn eru samningsbundir til lengri tíma sem er mjög gott mál. Aðalatriðið er að ná samningum við leikmenn eins og Marcus Ahlm sem á eitt ár eftir af samningi sínum." Alfreð kveður nú Gummersbach rétt eins þeir Sverre Jakobsson og Guðjón Valur Sveinsson. Róbert Gunnarsson er því einn Íslendinganna eftir hjá félaginu. „Þetta var nú bara tilviljun," sagði Alfreð og hló. „En málið er einfaldlega að það ríkir gríðarleg samkeppni í þessum heimi og sífellt meiri fjármunir í þessari deild. Allir vilja berjast upp toppinn." Fótbolti Tengdar fréttir Karabatic ánægður með Alfreð Nikola Karabatic, leikmaður þýska úrvalsdeildarliðsins Kiel, segir að það væri góð lausn fyrir félagið ef Alfreð Gíslason myndi taka við þjálfun liðsins. 30. júní 2008 10:10 Skrifar Alfreð undir á þriðjudag? Líklegt er að Alfreð Gíslason verði formlega kynntur sem nýr þjálfari Kiel á þriðjudag. Uwe Schwenker, framkvæmdarstjóri Kiel, sagði í dag að nýr þjálfari yrði að öllum líkindum kynntur á þriðjudag. 29. júní 2008 14:09 Alfreð búinn að semja við Kiel Eftir því sem fram kemur á Handball-World.com í dag hefur Alfreð Gíslason skrifað undir samning við þýsku meistarana í Kiel. 30. júní 2008 12:47 Kiel sigursælasta lið Þýskalands Eins og greint var frá í morgun er Alfreð Gíslason efstur á óskalista þýska liðsins Kiel. Þetta er gríðarlegur heiður fyrir Alfreð enda er Kiel eitt allra stærsta handboltafélag heims. 27. júní 2008 12:24 Alfreð að taka við Kiel? Fjölmiðlar í Þýskalandi fullyrða að Alfreð Gíslason sé að ná samningum við Þýskalandsmeistara Kiel um að verða næsti þjálfari liðsins. Þetta kemur fram á vefsíðunni handball-world. 27. júní 2008 09:44 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Sjá meira
Alfreð Gíslason sagði í samtali við Vísi í dag að ráðning hans til Þýskalandsmeistara Kiel sé stórkostlegt tækifæri og hápunktur á sínum þjálfaraferli. „Við vorum að ganga frá þessu og líst mér afar vel á þetta," sagði Alfreð sem skrifaði undir þriggja ára samning við Kiel. Hann var samningsbundinn Gummersbach til ársins 2010 en Kiel greiddi félaginu 750 þúsund evrur fyrir að losa Alfreð undan samningnum. Auk þess þurfti Kiel að greiða allt að 400 þúsund evrur fyrir að losa gamla þjálfarann, Noka Serdarusic, undan samningi sínum við Kiel. Alfreð staðfesti fyrri upphæðina í samtali við Vísi en þetta mun vera dýrasta þjálfararáðning í sögu handboltans. „Það er víst," sagði Alfreð spakur. „En þetta kemur mér í raun ekkert við. Þeir vildu ráða nýjan þjálfara og vildu endilega ráða mig. Þetta er vissulega heiður en ég finn ekki fyrir neinni sérstakri pressu vegna peninganna. Þetta er fyrst og fremst risastórt tækifæri fyrir mig að þjálfa annað af bestu félagsliðum heims." Kiel varði í vor bæði meistaratitil sinn í þýsku úrvalsdeildinni sem og bikarmeistaratitilinn. Liðið tapaði hins vegar fyrir Ciudad Real í úrslitum Meistaradeildar Evrópu sem er af langflestum talið besta félagsliðs heims ásamt Kiel. „Þetta er búið að ganga hratt fyrir sig og ég er varla farinn að kveikja á þessu ennþá," sagði Alfreð. „Ég fæ loksins lið í hendurnar sem getur unnið titla. Eins og málin hafa þróast í handboltaheimnum safnast bestu leikmenn heimsins á 2-3 bestu liðin." „Það er mjög erfitt fyrir önnur lið að brjótast inn í þann flokk. Hjá Gummersbach var ég með lið sem þarf að byggja öðruvísi upp og tekur það ferli lengri tíma. Svo á maður alltaf það á hættu að bestu leikmenn liðsins eru keyptir í burtu þegar vel gengur, eins og gerðist með Daniel Narcisse í fyrra." „Þetta er vissulega hápunktur á mínum þjálfaraferli. Þetta er stórkostlegt tækifæri fyrir mig og sagan verður að sýna hvað ég gat gert úr því." Noka Serdarusic var dáður og dýrkaður af mörgum í Kiel og þeirra á meðal er Nikola Karabatic, einn allra besti leikmaður heims. Hann sagði í viðtali við þýska fjölmiðla að sér hafi sárnað mjög meðferð Kiel á Serdarusic sem hafi gengið sér í föðurstað. Alfreð býst þó ekki við því að ná ekki góðu sambandi við leikmenn. „Ég geri ekki ráð fyrir því. Þetta snýst um handbolta og aðalatriðið er að skila almennilegri vinnu. Ég tel mig hafa sýnt að ég hafi gert það hvar sem ég hef unnið. Það verður svo að koma í ljós hvort það nægir." Hann segir að leikmannamálin hjá Kiel sé í góðum málum. „Langflestir leikmenn eru samningsbundir til lengri tíma sem er mjög gott mál. Aðalatriðið er að ná samningum við leikmenn eins og Marcus Ahlm sem á eitt ár eftir af samningi sínum." Alfreð kveður nú Gummersbach rétt eins þeir Sverre Jakobsson og Guðjón Valur Sveinsson. Róbert Gunnarsson er því einn Íslendinganna eftir hjá félaginu. „Þetta var nú bara tilviljun," sagði Alfreð og hló. „En málið er einfaldlega að það ríkir gríðarleg samkeppni í þessum heimi og sífellt meiri fjármunir í þessari deild. Allir vilja berjast upp toppinn."
Fótbolti Tengdar fréttir Karabatic ánægður með Alfreð Nikola Karabatic, leikmaður þýska úrvalsdeildarliðsins Kiel, segir að það væri góð lausn fyrir félagið ef Alfreð Gíslason myndi taka við þjálfun liðsins. 30. júní 2008 10:10 Skrifar Alfreð undir á þriðjudag? Líklegt er að Alfreð Gíslason verði formlega kynntur sem nýr þjálfari Kiel á þriðjudag. Uwe Schwenker, framkvæmdarstjóri Kiel, sagði í dag að nýr þjálfari yrði að öllum líkindum kynntur á þriðjudag. 29. júní 2008 14:09 Alfreð búinn að semja við Kiel Eftir því sem fram kemur á Handball-World.com í dag hefur Alfreð Gíslason skrifað undir samning við þýsku meistarana í Kiel. 30. júní 2008 12:47 Kiel sigursælasta lið Þýskalands Eins og greint var frá í morgun er Alfreð Gíslason efstur á óskalista þýska liðsins Kiel. Þetta er gríðarlegur heiður fyrir Alfreð enda er Kiel eitt allra stærsta handboltafélag heims. 27. júní 2008 12:24 Alfreð að taka við Kiel? Fjölmiðlar í Þýskalandi fullyrða að Alfreð Gíslason sé að ná samningum við Þýskalandsmeistara Kiel um að verða næsti þjálfari liðsins. Þetta kemur fram á vefsíðunni handball-world. 27. júní 2008 09:44 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Sjá meira
Karabatic ánægður með Alfreð Nikola Karabatic, leikmaður þýska úrvalsdeildarliðsins Kiel, segir að það væri góð lausn fyrir félagið ef Alfreð Gíslason myndi taka við þjálfun liðsins. 30. júní 2008 10:10
Skrifar Alfreð undir á þriðjudag? Líklegt er að Alfreð Gíslason verði formlega kynntur sem nýr þjálfari Kiel á þriðjudag. Uwe Schwenker, framkvæmdarstjóri Kiel, sagði í dag að nýr þjálfari yrði að öllum líkindum kynntur á þriðjudag. 29. júní 2008 14:09
Alfreð búinn að semja við Kiel Eftir því sem fram kemur á Handball-World.com í dag hefur Alfreð Gíslason skrifað undir samning við þýsku meistarana í Kiel. 30. júní 2008 12:47
Kiel sigursælasta lið Þýskalands Eins og greint var frá í morgun er Alfreð Gíslason efstur á óskalista þýska liðsins Kiel. Þetta er gríðarlegur heiður fyrir Alfreð enda er Kiel eitt allra stærsta handboltafélag heims. 27. júní 2008 12:24
Alfreð að taka við Kiel? Fjölmiðlar í Þýskalandi fullyrða að Alfreð Gíslason sé að ná samningum við Þýskalandsmeistara Kiel um að verða næsti þjálfari liðsins. Þetta kemur fram á vefsíðunni handball-world. 27. júní 2008 09:44
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita