Viðskipti innlent

Segir Íslendinga hafa neyðst til að leita ásjár Rússa

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Richard Portes.
Richard Portes.

Íslendingar neyddust til að leita til Rússa um fjárhagsaðstoð á ögurstundu eftir að hafa farið bónleiðir til búðar vestrænna ríkisstjórna. Þetta segir breski hagfræðiprófessorinn Richard Portes í viðtali við fréttavefinn Bloomberg í dag.

 

„Eini möguleiki Íslendinga núna er að treysta á náð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og til þess er sjóðurinn einmitt svo af hverju að bíða eitthvað með það?" segir Portes enn fremur.

 

Blaðamaður Bloomberg ræðir einnig við Einar Karl Haraldsson, sérstakan ráðgjafa Össurar Skarphéðinssonar iðnaðarráðherra, og hefur það eftir honum að ráðherra sé hlynntur því að Íslendingar snúi sér til sjóðsins.

 

Þá segir Bloomberg frá því að formlegar viðræður við Rússa um lán hefjist á þriðjudag en einnig sé nefnd á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins stödd á landinu og fundi með íslenskum stjórnvöldum um mögulega aðstoð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×