Handbolti

Lemgo aftur á toppinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Logi Geirsson í leik með íslenska landsliðinu.
Logi Geirsson í leik með íslenska landsliðinu.
Lemgo vann í dag sigur á Grosswallstadt í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, 30-29, og kom sér þannig á topp þýsku úrvalsdeildarinnar.

Lemgo er enn taplaust í deildinni eftir átta umferðir og er með fimmtán stig, rétt eins og Kiel, en með betra markahlutfall.

Logi Geirsson kom Lemgo í tveggja marka forystu, 30-28, þegar rúm mínúta var til leiksloka og dugði það á endanum til að tryggja sigurinn.

Logi skoraði þrjú mörk fyrir Lemgo og Vignir Svavarsson eitt. Einar Hólmgeirsson skoraði eitt fyrir Grosswallstadt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×