Innlent

Banaslys rakið til hraðaksturs

Ekkert bendir til þess að annar ökumaður hafi átt sök á því sem gerðist þegar vélhjólamaður lést í slysi á Kringlumýrabraut laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöld. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að rannsókn hafi í dag staðið yfir á tildrögum slyssins. Rætt hafi verið við vitni er gáfu sig fram á vettvangi og í dag. Af framburði þeirra og ummerkjum á vettvangi að dæma virðist sem ökumaður hafi misst stjórn á ökutæki sínu eftir hraðakstur. Lögreglan segir að rannsókn málsins sé enn ólokið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×