Körfubolti

Úrslitakeppnin hefst 28. mars

Stuðningsmenn Íslandsmeistara KR settu skemmtilegan svip á úrslitakeppnina í fyrra
Stuðningsmenn Íslandsmeistara KR settu skemmtilegan svip á úrslitakeppnina í fyrra Mynd/Vilhelm

Úrslitakeppni Iceland Express deildar karla í körfubolta hefst föstudaginn 28. mars næstkomandi og í gærkvöld varð ljóst hvaða lið mætast í fyrstu umferðinni þegar deildarkeppninni lauk.

Ljóst er að úrslitakeppnin í ár verður ein sú mest spennandi í mörg ár og hér fyrir neðan má sjá hvaða lið mætast í fyrstu umferð.

Keflavík - Þór

KR - ÍR

Grindavík - Skallagrímur

Njarðvík - Snæfell

Stöð 2 Sport mun gera úrslitakeppninni góð skil eins og undanfarin ár og fyrsta beina útsending stöðvarinnar frá úrslitakeppninni verður laugardaginn 29. mars.

Þar er á ferðinni fyrsti leikur Njarðvíkur og Snæfells og hefst bein útsending frá leiknum klukkan 15:50 frá Njarðvík.

Tveimur dögum síðar, eða mánudagskvöldið 31. mars, verður svo bein útsending frá öðrum leik ÍR og KR í fyrstu umferðinni og þar hefst útsending klukkan 19:50.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×