Gylltur nautsrass veldur hruni markaða 30. janúar 2008 15:18 Skýringin á hruni verðbréfamarkaða á Indlandi er fundin. Hana er að finna í afstöðu afturenda eins og hálfs metra hárrar bronsstyttu af nauti fyrir utan kauphöllina í Mumbai. Indverjar eru þekktir fyrir ást sína á nautgripum, en þessi veldur þeim hugarangri. Bolinn var settur upp við austurinngang kauphallarinnar þann tólfta janúar - sama dag og markaðurinn tók sína fyrstu dýfu. Þetta segja miðlararnir enga tilviljun. Nautið horfir út á götuna fyrir framan kauphöllina, og snýr gylltum afturendanum í miðlarana sem sitja sveittir fyrir innan að reyna bjarga því sem bjargað verður. Þetta þykir ekki góður fyrirboði. Miðlararnir fóru því farið fram á að trúarsérfræðingur færi yfir málið og finndi út úr því í hvaða átt botnsstykki bola ætti að snúa svo markaðurinn taki við sér. Hann stakk upp á að styttan yrði færð að aðalinngangi og myndi snúa þar í norðurátt, þar sem allar aðrar staðsetningar fyrir nautið myndu valda frekari vandræðum. Trúarlegar tilfæringar af þessu tagi eru alvanalegar í kauphöllinni. MG Damani, forstjóri hennar, lét til að mynda endurraða öllum húsgögnum í skrifstofu sinni eftir leiðbeiningu Vaastu-sérfræðings þegar hann tók við starfinu. Boli er heldur ekki einn um að hafa verið kennt um hrun markaðarins. Um miðjan níunda áratuginn var tré fellt til að stækka mætti kauphöllina, og nær umsvifalaust féllu markaðir. Sögðu miðlarar þá að þeim hefndist fyrir að hafa valdið trénu sársauka. Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Skýringin á hruni verðbréfamarkaða á Indlandi er fundin. Hana er að finna í afstöðu afturenda eins og hálfs metra hárrar bronsstyttu af nauti fyrir utan kauphöllina í Mumbai. Indverjar eru þekktir fyrir ást sína á nautgripum, en þessi veldur þeim hugarangri. Bolinn var settur upp við austurinngang kauphallarinnar þann tólfta janúar - sama dag og markaðurinn tók sína fyrstu dýfu. Þetta segja miðlararnir enga tilviljun. Nautið horfir út á götuna fyrir framan kauphöllina, og snýr gylltum afturendanum í miðlarana sem sitja sveittir fyrir innan að reyna bjarga því sem bjargað verður. Þetta þykir ekki góður fyrirboði. Miðlararnir fóru því farið fram á að trúarsérfræðingur færi yfir málið og finndi út úr því í hvaða átt botnsstykki bola ætti að snúa svo markaðurinn taki við sér. Hann stakk upp á að styttan yrði færð að aðalinngangi og myndi snúa þar í norðurátt, þar sem allar aðrar staðsetningar fyrir nautið myndu valda frekari vandræðum. Trúarlegar tilfæringar af þessu tagi eru alvanalegar í kauphöllinni. MG Damani, forstjóri hennar, lét til að mynda endurraða öllum húsgögnum í skrifstofu sinni eftir leiðbeiningu Vaastu-sérfræðings þegar hann tók við starfinu. Boli er heldur ekki einn um að hafa verið kennt um hrun markaðarins. Um miðjan níunda áratuginn var tré fellt til að stækka mætti kauphöllina, og nær umsvifalaust féllu markaðir. Sögðu miðlarar þá að þeim hefndist fyrir að hafa valdið trénu sársauka.
Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent