Veðravítið 28. janúar 2008 10:40 Það getur tekið dágóðan tíma að ferðast til Köben. Því kynntist ég um helgina - eða öllu frekar dóttir mín. Ég sendi hana sumsé í helgarferð til kóngsins Kaupinhavn í glannabítið síðastliðinn föstudag. Ók henni ásamt stöllu hennar út á Miðnesheiðina í skaflaldsbyl og þæfingsfærð laust upp úr klukkan fjögur að morgni föstudagsins - og þetta reyndist allt saman fremur tafsamt. Hún lenti á Amager klukkan sjö um kveldið. Flugið tafðist um hálfan dag vegna veðurs - eða öllu heldur óveðurs. Sumsé; fimmtán tíma ferðalag út til Kastrup. Það tók ekki betra við á heimleiðinni á sunnudag. Stúlkan lagði af stað frá hótelinu á tíunda tímanum um morgunin. Seinkun á vellinum. Og svo í loftið. Lent á Egilsstöðum. Bið þar. Og aftur bið. Enn frekari bið. Og loks lent við Leifsstöð á sjöunda tímanum um kvöldið. Komin til Reykjavíkur á níunda tímanum. Sumsé; tólf tíma ferðalag heim á Frón. Ferðatíminn var með öðrum orðum 27 tímar. Það jafnast á við ferðalag til Suður Afríku. Stelpan var eiginlega jafn lengi að ferðast til og frá Danmörku og viðveran varði í kongungsríkinu við Eyrarsund. Það er eitthvað sérstaklega óheillandi við þetta allt saman. En svona er veðrið á og við Ísland þennan veturinn. Hvert furðuveðrið rekur annað - og flugið allt úr skorðum. Heilu farmarnir að fólki hristast eins og grjón í Helenustokki til og frá landinu - og þiggja áfallahjálp beggja vegna Atlantsála. Þá voru nú haustskiptin betri! Stelpan náði samt að klára farareyrinn: keypti framsóknarfjöld af peysum og sokkum og skokkum á blessuðu Strikinu. Og skemmti sér vel þótt hún kvarti yfir hálsríg eftir allt þetta ferðalag ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun
Það getur tekið dágóðan tíma að ferðast til Köben. Því kynntist ég um helgina - eða öllu frekar dóttir mín. Ég sendi hana sumsé í helgarferð til kóngsins Kaupinhavn í glannabítið síðastliðinn föstudag. Ók henni ásamt stöllu hennar út á Miðnesheiðina í skaflaldsbyl og þæfingsfærð laust upp úr klukkan fjögur að morgni föstudagsins - og þetta reyndist allt saman fremur tafsamt. Hún lenti á Amager klukkan sjö um kveldið. Flugið tafðist um hálfan dag vegna veðurs - eða öllu heldur óveðurs. Sumsé; fimmtán tíma ferðalag út til Kastrup. Það tók ekki betra við á heimleiðinni á sunnudag. Stúlkan lagði af stað frá hótelinu á tíunda tímanum um morgunin. Seinkun á vellinum. Og svo í loftið. Lent á Egilsstöðum. Bið þar. Og aftur bið. Enn frekari bið. Og loks lent við Leifsstöð á sjöunda tímanum um kvöldið. Komin til Reykjavíkur á níunda tímanum. Sumsé; tólf tíma ferðalag heim á Frón. Ferðatíminn var með öðrum orðum 27 tímar. Það jafnast á við ferðalag til Suður Afríku. Stelpan var eiginlega jafn lengi að ferðast til og frá Danmörku og viðveran varði í kongungsríkinu við Eyrarsund. Það er eitthvað sérstaklega óheillandi við þetta allt saman. En svona er veðrið á og við Ísland þennan veturinn. Hvert furðuveðrið rekur annað - og flugið allt úr skorðum. Heilu farmarnir að fólki hristast eins og grjón í Helenustokki til og frá landinu - og þiggja áfallahjálp beggja vegna Atlantsála. Þá voru nú haustskiptin betri! Stelpan náði samt að klára farareyrinn: keypti framsóknarfjöld af peysum og sokkum og skokkum á blessuðu Strikinu. Og skemmti sér vel þótt hún kvarti yfir hálsríg eftir allt þetta ferðalag ... -SER.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun