Handbolti

Beið eftir að Íslendingarnir færu að gráta

Svensson var í stuði í gær
Svensson var í stuði í gær NordicPhotos/GettyImages

Sænskir fjölmiðlar gera mikið úr frábærri frammistöðu markvarðarins síunga Tomas Svensson hjá sænska landsliðinu í gær þegar hann lokaði markinu á Íslendinga í leik liðanna á EM.

"Það var eins og nokkrir af íslensku landsliðsmönnunum væru við það að fara að gráta í síðari hálfleiknum," sagði Andreas Larsson í samtali við Expressen. "Ég man ekki eftir að hafa séð annan eins landsleik frá honum," sagði hann.

Svensson sjálfur var skiljanlega ánægður með frammistöðu sína, enda var hann með 53% markvörslu í leiknum og virtist gjörsamlega draga andann úr íslensku skyttunum.

"Ég man ekki hvenær ég náði svona góðum 60 mínútum síðast," sagði markvörðurinn ánægður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×