Handbolti

Alfreð: Sóknin hræðileg

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Íslands, átti erfitt með að trúa eigin augum í kvöld.
Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Íslands, átti erfitt með að trúa eigin augum í kvöld. Nordic Photos / AFP

„Sóknarnýtingin var mjög slök og við vorum bara stressaðir," sagði Alfreð Gíslason á blaðamannafundi eftir leik í kvöld.

Þetta kemur fram á heimasíðu samtakanna Í blíðu og stríðu.

„Við vorum ágætir í fyrri hálfleiknum. Ég vissi að Kim Andersson hafði verið veikur og við vildum prófa ástandið á honum. Bæði lið voru stressuð í kvöld. Hjá okkur var vörnin góð en sóknin var hræðileg allan leikinn."

Smelltu hér til að lesa ummæli Alfreðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×