Spennustigið fór með strákana Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. janúar 2008 22:11 Aron Kristjánsson er einn þriggja sérfræðinga Vísis um EM í handbolta. „Ég skrifa þennan leik á yfirspennu hjá okkar mönnum. Því miður, því þetta sænska lið er alls ekki betra en okkar lið," sagði Aron Kristjánsson, einn þriggja sérfræðinga Vísis um EM í handbolta. Það er erfitt að finna helstu ástæðuna fyrir því hvað fór úrskeðis hjá strákunum okkar í kvöld sem töpuðu illa fyrir Svíum, 24-19, eftir að hafa verið mest tíu mörkum undir í seinni hálfleik. Aron segir að spennustigið hafi verið helsta orsökin. „Þegar svo margir góðir og reyndir leikmenn klikka er ekki um annað að ræða. Það voru ekki bara einn eða tveir leikmenn sem klikkuðu, heldur bara öll línan." Hann segir að íslenska vörnin hafi byrjað mjög vel og það hafi komið sænska liðinu í opna skjöldu. „Mér fannst varnaraðferðin sem Alfreð lagði upp með heppnast mjög vel. 5-1 vörnin á móti Blomquist kom þeim á óvart sem og að Kim Andersson var tekinn úr umferð í hraðaupphlaupunum. Þeir voru greinilega búnir að æfa sóknarleikinn sinn á móti 6-0 vörn eða þegar Andersson fær 5-1 vörn á móti sér." „Vegna þessa náum við að koma okkur í gott færi sem við náðum ekki að nýta. Við klúðruðum mörgum dauðafærum í sókninni og misstum boltann klaufalega þess á milli. Við náðum aldrei að koma okkur í það forskot sem við áttum kost á. Þá hefðu leikmenn kannski náð að hrista af sér yfirspennuna." Það er gömul saga og ný að sænskir markverðir reynist íslenska handboltalandsliðinu illkleifur múr en sú var staðreyndin í kvöld. „Menn urðu hreinlega óöruggir fyrir framan Tomas Svensson í markinu. Logi reyndi að skjóta í upphafi en það voru óyfirveguð skot og ekki í miklu samspili við aðra. Annars vorum við ekkert að skjóta utan af velli í fyrri hálfleik og vorum lítið að opna fyrir hornin. Við stóðum langt frá vörninni og vorum ekki nægilega beittir í öllum okkar sóknaraðgerðum." Ólafur Stefánsson náði sér ekki á strik í kvöld frekar en aðrir leikmenn í sókninni en hann er drifkrafturinn í öllum sóknaraðgerðum liðsins. „Ég hefði viljað að Ólafur hefði verið grimmari í því að leita upp færi fyrir sjálfan sig í upphafi leiksins. Hann var mikið að leita samherja sína uppi en um leið opnaðist skotfæri fyrir hann sem hann hefði mátt nýta sér. Auk þes hefði losnað meira um aðra leikmenn, eins og Róbert, ef fleiri mörk hefði komið utan af velli." Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Sjá meira
„Ég skrifa þennan leik á yfirspennu hjá okkar mönnum. Því miður, því þetta sænska lið er alls ekki betra en okkar lið," sagði Aron Kristjánsson, einn þriggja sérfræðinga Vísis um EM í handbolta. Það er erfitt að finna helstu ástæðuna fyrir því hvað fór úrskeðis hjá strákunum okkar í kvöld sem töpuðu illa fyrir Svíum, 24-19, eftir að hafa verið mest tíu mörkum undir í seinni hálfleik. Aron segir að spennustigið hafi verið helsta orsökin. „Þegar svo margir góðir og reyndir leikmenn klikka er ekki um annað að ræða. Það voru ekki bara einn eða tveir leikmenn sem klikkuðu, heldur bara öll línan." Hann segir að íslenska vörnin hafi byrjað mjög vel og það hafi komið sænska liðinu í opna skjöldu. „Mér fannst varnaraðferðin sem Alfreð lagði upp með heppnast mjög vel. 5-1 vörnin á móti Blomquist kom þeim á óvart sem og að Kim Andersson var tekinn úr umferð í hraðaupphlaupunum. Þeir voru greinilega búnir að æfa sóknarleikinn sinn á móti 6-0 vörn eða þegar Andersson fær 5-1 vörn á móti sér." „Vegna þessa náum við að koma okkur í gott færi sem við náðum ekki að nýta. Við klúðruðum mörgum dauðafærum í sókninni og misstum boltann klaufalega þess á milli. Við náðum aldrei að koma okkur í það forskot sem við áttum kost á. Þá hefðu leikmenn kannski náð að hrista af sér yfirspennuna." Það er gömul saga og ný að sænskir markverðir reynist íslenska handboltalandsliðinu illkleifur múr en sú var staðreyndin í kvöld. „Menn urðu hreinlega óöruggir fyrir framan Tomas Svensson í markinu. Logi reyndi að skjóta í upphafi en það voru óyfirveguð skot og ekki í miklu samspili við aðra. Annars vorum við ekkert að skjóta utan af velli í fyrri hálfleik og vorum lítið að opna fyrir hornin. Við stóðum langt frá vörninni og vorum ekki nægilega beittir í öllum okkar sóknaraðgerðum." Ólafur Stefánsson náði sér ekki á strik í kvöld frekar en aðrir leikmenn í sókninni en hann er drifkrafturinn í öllum sóknaraðgerðum liðsins. „Ég hefði viljað að Ólafur hefði verið grimmari í því að leita upp færi fyrir sjálfan sig í upphafi leiksins. Hann var mikið að leita samherja sína uppi en um leið opnaðist skotfæri fyrir hann sem hann hefði mátt nýta sér. Auk þes hefði losnað meira um aðra leikmenn, eins og Róbert, ef fleiri mörk hefði komið utan af velli."
Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Sjá meira