Frábærar viðtökur við Brúðguma Baltasars Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar 17. janúar 2008 16:41 Aðstandendur myndarinnar á frumsýningunni í gær. „Mér líður bara frábærlega. Ég hef sjaldan fengið svona góð viðbrögð", segir Baltasar Kormákur, leikstjóri. Kvikmynd hans, Brúðguminn, var frumsýnd í stútfullu Háskólabíói í gær. Í ræðu sinni fyrir sýninguna í gær líkti Baltasar því að frumsýna mynd við það að standa nakinn á sviði. Sagði að frumsýningarkvíðinn skánaði ekkert með árunum - þvert á móti versnaði hann. Kvíðinn hefur að líkum til verið óþarfur, en óhætt er að segja að viðtökurnar hafi verið með eindæmum jákvæðar. Sögusvið Brúðgumans er Flatey á miðju sumri. Myndin gerist að miklu leiti um nótt og það er auðvelt að gleyma því að fyrir utan bíósalinn bíði manns metra háir bunkar af snjó þegar íslensk sumarnótt á Breiðafirðinum blasir við á skjánum. Myndin er lauslega byggð á verki Antons Tsjekhovs, Ívanov. Verk Tsjekhovs hafa haft orð á sér fyrir að vera þung og leiðinleg. Slíku er ekki fyrir að fara í Brúðgumanum sem er allt í senn, falleg, dramatísk, sorgleg en ekki síst bráðfyndin. Baltasar segir að meint leiðindi Tsjekhovs skrifist á þá sem setja hann þannig upp „Verk hans verða oft leiðinleg því að hann er tekinn of hátíðlega", segir Baltasar. Brúðguminn var unnin samhliða uppfærslu á Ivanov í Þjóðleikhúsinu, og vann sami hópur leikara og listrænna stjórnenda að báðum verkefnum. Baltasar segir að hann hafi verið búinn að velja leikara áður en handritið hafi verið skrifað, og að persónurnar hafi mótast mjög af leikurunum. Þannig talar Ólafur Egilsson í hlutverki sínu um sjálfsofnæmi sem veldur því að hann missir hárið. Þá átti Lárus, persóna Jóhanns Sigurðssonar, sér ungur þann draum að verða óperusöngvari, líkt og leikarinn sjálfur. „Þetta eru svona hlutir sem koma í gegnum vinnuna, við leikum okkur með þeirra tragikómidíur" segir Baltasar. Það voru ekki bara frumsýningargestir sem hrifust af myndinni. Dreifingarfyrirtækið Wild Bunch í Frakklandi hefur lýst yfir áhuga á að sjá um sölu á myndinni erlendis. Fyrirtækið er eitt hið stærsta á sínu sviði í heimi, og sáu meðal annars um hina geysivinsælu 4 mánuði, 2 vikur og 3 dagar, sem vann meðal annars Gullpálmann á Cannes hátíðinni í fyrra. Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
„Mér líður bara frábærlega. Ég hef sjaldan fengið svona góð viðbrögð", segir Baltasar Kormákur, leikstjóri. Kvikmynd hans, Brúðguminn, var frumsýnd í stútfullu Háskólabíói í gær. Í ræðu sinni fyrir sýninguna í gær líkti Baltasar því að frumsýna mynd við það að standa nakinn á sviði. Sagði að frumsýningarkvíðinn skánaði ekkert með árunum - þvert á móti versnaði hann. Kvíðinn hefur að líkum til verið óþarfur, en óhætt er að segja að viðtökurnar hafi verið með eindæmum jákvæðar. Sögusvið Brúðgumans er Flatey á miðju sumri. Myndin gerist að miklu leiti um nótt og það er auðvelt að gleyma því að fyrir utan bíósalinn bíði manns metra háir bunkar af snjó þegar íslensk sumarnótt á Breiðafirðinum blasir við á skjánum. Myndin er lauslega byggð á verki Antons Tsjekhovs, Ívanov. Verk Tsjekhovs hafa haft orð á sér fyrir að vera þung og leiðinleg. Slíku er ekki fyrir að fara í Brúðgumanum sem er allt í senn, falleg, dramatísk, sorgleg en ekki síst bráðfyndin. Baltasar segir að meint leiðindi Tsjekhovs skrifist á þá sem setja hann þannig upp „Verk hans verða oft leiðinleg því að hann er tekinn of hátíðlega", segir Baltasar. Brúðguminn var unnin samhliða uppfærslu á Ivanov í Þjóðleikhúsinu, og vann sami hópur leikara og listrænna stjórnenda að báðum verkefnum. Baltasar segir að hann hafi verið búinn að velja leikara áður en handritið hafi verið skrifað, og að persónurnar hafi mótast mjög af leikurunum. Þannig talar Ólafur Egilsson í hlutverki sínu um sjálfsofnæmi sem veldur því að hann missir hárið. Þá átti Lárus, persóna Jóhanns Sigurðssonar, sér ungur þann draum að verða óperusöngvari, líkt og leikarinn sjálfur. „Þetta eru svona hlutir sem koma í gegnum vinnuna, við leikum okkur með þeirra tragikómidíur" segir Baltasar. Það voru ekki bara frumsýningargestir sem hrifust af myndinni. Dreifingarfyrirtækið Wild Bunch í Frakklandi hefur lýst yfir áhuga á að sjá um sölu á myndinni erlendis. Fyrirtækið er eitt hið stærsta á sínu sviði í heimi, og sáu meðal annars um hina geysivinsælu 4 mánuði, 2 vikur og 3 dagar, sem vann meðal annars Gullpálmann á Cannes hátíðinni í fyrra.
Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira