Handbolti

Fimmta sætið gæti gefið farseðil á HM í Króatíu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þjóðverjar tryggðu sér þátttökurétt á HM í Króatíu með því að verða heimsmeistarar í fyrra.
Þjóðverjar tryggðu sér þátttökurétt á HM í Króatíu með því að verða heimsmeistarar í fyrra. Nordic Photos / Bongarts

Á Evrópumeistaramótinu í handbolta sem hefst í Noregi á morgun er ekki einungis spilað um laus sæti í undankeppni Ólympíuleikanna heldur gefa þrjú efstu sætin þátttökurétt á HM í Króatíu á næsta ári.

Þjóðverjar hafa þegar tryggt sér sæti á HM þar sem liðið er ríkjandi heimsmeistari og Króatar verða vitanlega sjálfkrafa meðal þátttökuþjóðanna sem gestgjafar.

Það eru því þrjár bestu þjóðirnar á EM, fyrir utan Króatíu og Þýskaland, sem komast beint á HM á næsta ári.

Ef Króatía og Þýskaland komast á verðlaunapall, dugir því fimmta sætið til að komast á HM.


Tengdar fréttir

Svona komst Ísland á Ólympíuleikana

Eitt aðalmálið á EM í Noregi snerist um hvaða tvær þjóðir urðu síðastar til að tryggja sér sæti í undankeppni Ólympíuleikanna í Peking í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×