Lestur, veiði og skíði 9. apríl 2008 00:01 Sigurjón Þ. Árnason, sem er bankastjóri Landsbanka Íslands, segir ekki mikinn tíma aflögu til frístundaiðkunar. Hann reynir þó að komast í lestur góðra bóka og á sumrin laumast hann í veiði. Markaðurinn/Anton „Þegar maður upplifir líf sitt í gegnum mikla vinnu og lítið er um frístundir er eins og sá litli frítími sem ég hef til að slappa af og njóta lífsins verði að frístund. Hvernig sem nú best er að útskýra það,“ segir Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans. „Þegar ég var lítill var ég mikill bókaormur og las allt milli himins og jarðar. Undanfarið, þar sem ég er yfirleitt önnum kafinn við að komast yfir allt það lesefni sem ég viða að mér um efnahagsmál, bæði tímarit og greinar, verður lítill tími til annars en að komast yfir þá bókastafla sem eru á borðinu hjá mér hverju sinni,“ nefnir Sigurjón. „Ég las bókina hans Arnalds Indriðasonar, Harðskafa, líkt og margir Íslendingar gerðu um jólin, og hafði gaman af. Vel skrifuð spennusaga sem jafnast á við góða bíómynd. Ég les einstöku sinnum ævisögur stjórnmálamanna. Síðast var það ævisaga Guðna Ágústssonar, Guðni – af lífi og sál, sem Sigmundur Ernir Rúnarsson skráði. Áhugavert var að lesa um uppruna og bakgrunn Guðna og fá sýn á hans sjónarhorn af atburðum sem eru nálægt manni í tíma. Lýsingar Guðna á uppvaxtarárum föður hans eru ótrúlegar,“ segir hann. Sigurjón og fjölskylda reyna við og við að fara í skíðaferðir og þá er aðallega farið til Frakklands og Ítalíu þegar tækifæri gefast. Síðustu ár hefur lítið verið hægt að skíða hér á landi enda lítill snjór í fjöllum. Yfir sumartímann segir hann að veiðin sé helst það áhugamál sem hann reyni að sinna. Uppáhaldsstaðurinn á landinu er Selá í Vopnafirði. Þangað fari hann yfirleitt á hverju sumri. „Selá er einstök einkum fyrir þrennt,“ nefnir Sigurjón. „Í fyrsta lagi er áin afskekkt og langt frá Reykjavík, í öðru lagi er ekki mikið símasamband á þessum slóðum og í þriðja og síðasta lagi fiskar vel í ánni,“ segir Sigurjón sem þekkir vel sína uppáhaldsá og bætir við að það orð fari af ám á Norð-Austurlandi að afli þar sé sérlega vænn. - vg Héðan og þaðan Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
„Þegar maður upplifir líf sitt í gegnum mikla vinnu og lítið er um frístundir er eins og sá litli frítími sem ég hef til að slappa af og njóta lífsins verði að frístund. Hvernig sem nú best er að útskýra það,“ segir Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans. „Þegar ég var lítill var ég mikill bókaormur og las allt milli himins og jarðar. Undanfarið, þar sem ég er yfirleitt önnum kafinn við að komast yfir allt það lesefni sem ég viða að mér um efnahagsmál, bæði tímarit og greinar, verður lítill tími til annars en að komast yfir þá bókastafla sem eru á borðinu hjá mér hverju sinni,“ nefnir Sigurjón. „Ég las bókina hans Arnalds Indriðasonar, Harðskafa, líkt og margir Íslendingar gerðu um jólin, og hafði gaman af. Vel skrifuð spennusaga sem jafnast á við góða bíómynd. Ég les einstöku sinnum ævisögur stjórnmálamanna. Síðast var það ævisaga Guðna Ágústssonar, Guðni – af lífi og sál, sem Sigmundur Ernir Rúnarsson skráði. Áhugavert var að lesa um uppruna og bakgrunn Guðna og fá sýn á hans sjónarhorn af atburðum sem eru nálægt manni í tíma. Lýsingar Guðna á uppvaxtarárum föður hans eru ótrúlegar,“ segir hann. Sigurjón og fjölskylda reyna við og við að fara í skíðaferðir og þá er aðallega farið til Frakklands og Ítalíu þegar tækifæri gefast. Síðustu ár hefur lítið verið hægt að skíða hér á landi enda lítill snjór í fjöllum. Yfir sumartímann segir hann að veiðin sé helst það áhugamál sem hann reyni að sinna. Uppáhaldsstaðurinn á landinu er Selá í Vopnafirði. Þangað fari hann yfirleitt á hverju sumri. „Selá er einstök einkum fyrir þrennt,“ nefnir Sigurjón. „Í fyrsta lagi er áin afskekkt og langt frá Reykjavík, í öðru lagi er ekki mikið símasamband á þessum slóðum og í þriðja og síðasta lagi fiskar vel í ánni,“ segir Sigurjón sem þekkir vel sína uppáhaldsá og bætir við að það orð fari af ám á Norð-Austurlandi að afli þar sé sérlega vænn. - vg
Héðan og þaðan Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira