Erlent

„Lögreglan hefur umkringt mig“

Óli Tynes skrifar
Matti Juhani Saari; „Ég hef drepið marga.“
Matti Juhani Saari; „Ég hef drepið marga.“

Finnski morðinginn Matti Juhani Saari hringdi í vin sinn eftir að hafa myrt níu skólasystkini sín og einn kennara, að sögn finnskra og sænskra fjölmiðla.

Við þennan vin sinn sagði hann: „Ég hef drepið marga og lögreglan hefur umkringt mig. Nú er ég að hugsa um að drepa sjálfan mig og ég vildi kveðja."

Þegar vinurinn reyndi að tala við hann slökkti hann á símanum. Vinurinn heyrði því ekki skothvellinn þegar Saari skaut sjálfan sig í höfuðið.

Hann hlaut mikla áverka af skotinu og lést á sjúkrahúsi skömmu síðar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×