Prinsessan á bauninni Gerður Kristný skrifar 25. október 2008 08:00 Tölvupósturinn sem erlendir vinir mínir hafa sent mér að undanförnu ber það með sér að þeir hafi áhyggjur af mér. Í stað þess að hvolfa yfir mig skemmtilegum tíðindum úr lífi sínu spyrja þeir mig varfærnislega hvernig mér líði. Samkvæmt fjölmiðlum úti í heimi er íslenska fjármálakerfið lítið skárra en vanþróaðra Afríkuríkja. Ekki að furða þótt útlenskum vinum finnist ég hljóta að hafa það skítt og það er ef til ágætt orðaval þegar litið er til þess sem íslensk listakona lét út úr sér við norsku pressuna eftir að hafa hætt við sýningu hér á landi. Hún sagði ekki hægt að selja list í landi þar sem fólk hefði áhyggjur af að geta ekki keypt bleyjur! Af öllum nauðsynjum kaus hún að nefna einmitt þær en kannski er það viðeigandi, enda eflaust margir með í maganum núna. Þjóðin sem klippti á net Breta í þorskastríðinu verður nú fyrir því að kortin hennar eru klippt í Kaupmannahöfn. Ég segi erlendum vinum mínum samt ekkert frá því, heldur útskýri fyrir þeim að hér í storminum miðjum gangi lífið sinn vanagang. Fólk vakni við vetrarsól, haldi til vinnu - eða fari að leita sér að einni slíkri - og sofni undir norðurljósabreiðum. Mörgum líði ágætlega þrátt fyrir allt. Svo hafa gárungarnir tekið upp á því að gera grín að öllu saman. Þeir segja að ýmislegt bendi til þess að 8. áratugurinn sé runninn upp á nýjan leik. Hér ríki gjaldeyrishöft, óðaverðbólga sé í augsýn, Bretar séu ekki lengur vinir okkar, Abba og Vilhjálmur Vilhjálmsson hafi aldrei verið vinsælli og svo höfum við forsætisráðherra sem heiti Geir. Auðvitað er algjörlega út í hött að líkja Íslandi saman við einhver vanþróuð Afríkuríki en samt má margt af þeim læra og því hef ég nú útbúið bréf sem ég ætla að senda í tölvupósti um víða veröld og hafa í anda gömlu góðu Nígeríubréfanna: Kæri viðtakandi! Ég er prinsessa á fjarlægri eyju úti í Atlantshafi. Sparifé fjölskyldunnar minnar var rænt. Til að ná því aftur væri indælt ef þú legðir fullt af evrum, dollurum, cefum eða bara hvaða gjaldmiðil sem er inn á reikninginn minn. Ég lofa að greiða upphæðina margfalt til baka þegar ég hef komist aftur yfir spariféð ... eða að minnsta kosti reyna. Þín Gerður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun
Tölvupósturinn sem erlendir vinir mínir hafa sent mér að undanförnu ber það með sér að þeir hafi áhyggjur af mér. Í stað þess að hvolfa yfir mig skemmtilegum tíðindum úr lífi sínu spyrja þeir mig varfærnislega hvernig mér líði. Samkvæmt fjölmiðlum úti í heimi er íslenska fjármálakerfið lítið skárra en vanþróaðra Afríkuríkja. Ekki að furða þótt útlenskum vinum finnist ég hljóta að hafa það skítt og það er ef til ágætt orðaval þegar litið er til þess sem íslensk listakona lét út úr sér við norsku pressuna eftir að hafa hætt við sýningu hér á landi. Hún sagði ekki hægt að selja list í landi þar sem fólk hefði áhyggjur af að geta ekki keypt bleyjur! Af öllum nauðsynjum kaus hún að nefna einmitt þær en kannski er það viðeigandi, enda eflaust margir með í maganum núna. Þjóðin sem klippti á net Breta í þorskastríðinu verður nú fyrir því að kortin hennar eru klippt í Kaupmannahöfn. Ég segi erlendum vinum mínum samt ekkert frá því, heldur útskýri fyrir þeim að hér í storminum miðjum gangi lífið sinn vanagang. Fólk vakni við vetrarsól, haldi til vinnu - eða fari að leita sér að einni slíkri - og sofni undir norðurljósabreiðum. Mörgum líði ágætlega þrátt fyrir allt. Svo hafa gárungarnir tekið upp á því að gera grín að öllu saman. Þeir segja að ýmislegt bendi til þess að 8. áratugurinn sé runninn upp á nýjan leik. Hér ríki gjaldeyrishöft, óðaverðbólga sé í augsýn, Bretar séu ekki lengur vinir okkar, Abba og Vilhjálmur Vilhjálmsson hafi aldrei verið vinsælli og svo höfum við forsætisráðherra sem heiti Geir. Auðvitað er algjörlega út í hött að líkja Íslandi saman við einhver vanþróuð Afríkuríki en samt má margt af þeim læra og því hef ég nú útbúið bréf sem ég ætla að senda í tölvupósti um víða veröld og hafa í anda gömlu góðu Nígeríubréfanna: Kæri viðtakandi! Ég er prinsessa á fjarlægri eyju úti í Atlantshafi. Sparifé fjölskyldunnar minnar var rænt. Til að ná því aftur væri indælt ef þú legðir fullt af evrum, dollurum, cefum eða bara hvaða gjaldmiðil sem er inn á reikninginn minn. Ég lofa að greiða upphæðina margfalt til baka þegar ég hef komist aftur yfir spariféð ... eða að minnsta kosti reyna. Þín Gerður.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun