Óheppileg umræða! Þráinn Bertelsson skrifar 21. apríl 2008 06:00 Mikil opinber umræða getur verið óheppileg, skapað óraunhæfar væntingar og þar með haft neikvæð áhrif." Geir H. Haarde, formaður Flokksins og forsætisráðherra Íslands, á fundi með Samtökum atvinnulífsins 18. apríl 2008. Þessi „sakleysislegu" viðvörunarorð benda ótvírætt til þess að það hafi farið fram hjá þessum forsætisráðherra sem vill sveipa aðgerða- og ráðleysi sitt dulúð, að vestrænt lýðræði og stjórnarskrár allra lýðræðisríkja byggja á einum og sama hornsteini: Sá hornsteinn sem öll hin sameiginlega velferð okkar byggist á heitir TJÁNINGARFRELSI. Opinber umræða getur vissulega verið óheppileg, jafnvel banvæn, fyrir óhæf stjórnvöld en hún er undirstaða velferðar almennings. Á því grundvallaratriði að það sé best fyrir heildina að allir hafi óheftan rétt til að tjá sig hvílir þjóðfélagsgerð okkar. Allt annað í stjórnarskrá okkar leiðir af þessu atriði. Það er ógnvekjandi tilhugsun að skilningur á því sem stjórnarskrá lýðveldisins byggist á skuli ekki hafa náð inn í höfuðkúpuna á þessum forsætisráðherra - heldur. Fyrirrennari hans sem nú er seðlabankastjóri - ekki í Simbabve heldur á Íslandi - vildi setja fornaldarlög um fjölmiðla svo að þeir trufluðu ekki „stjórnvöld" í sinni djúpu hugleiðslu um hagsmunagæslu og samtryggingu útvalinna. Þessi vill ganga feti framar og biðst undan hinum neikvæðu áhrifum sem kunna að vera fylgifiskur mikillar og líflegrar opinberrar umræðu. Ég held að þetta sé skuggalegasta yfirlýsing sem ég hef séð koma frá íslenskum stjórnmálamanni á síðustu áratugum. Þó hef ég fylgst með fjölmiðlafrumvarpi, uppbyggingu greiningardeilda og stofnun sérsveita. Ég hef heyrt og séð menn réttlæta fasískar lögregluaðgerðir gegn kínverska andófs- og heilsuræktarhópnum Falun Gong. Og síðast en ekki síst hef ég ásamt með þjóðinni fylgst með hinum þrákelknislegu yfirlýsingum varaformanns Flokksins um að hún ætli „víst og samt" á Ólympíuleikana í Peking hvað sem tautar og raular og hvað sem líður Tíbet, lýðræði og mannréttindum - sem hún segist vera búin að ræða nægilega oft við Kínverja. Þekkir valdhrokinn engin takmörk lengur? Hvað er eiginlega í gangi hérna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þráinn Bertelsson Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Mikil opinber umræða getur verið óheppileg, skapað óraunhæfar væntingar og þar með haft neikvæð áhrif." Geir H. Haarde, formaður Flokksins og forsætisráðherra Íslands, á fundi með Samtökum atvinnulífsins 18. apríl 2008. Þessi „sakleysislegu" viðvörunarorð benda ótvírætt til þess að það hafi farið fram hjá þessum forsætisráðherra sem vill sveipa aðgerða- og ráðleysi sitt dulúð, að vestrænt lýðræði og stjórnarskrár allra lýðræðisríkja byggja á einum og sama hornsteini: Sá hornsteinn sem öll hin sameiginlega velferð okkar byggist á heitir TJÁNINGARFRELSI. Opinber umræða getur vissulega verið óheppileg, jafnvel banvæn, fyrir óhæf stjórnvöld en hún er undirstaða velferðar almennings. Á því grundvallaratriði að það sé best fyrir heildina að allir hafi óheftan rétt til að tjá sig hvílir þjóðfélagsgerð okkar. Allt annað í stjórnarskrá okkar leiðir af þessu atriði. Það er ógnvekjandi tilhugsun að skilningur á því sem stjórnarskrá lýðveldisins byggist á skuli ekki hafa náð inn í höfuðkúpuna á þessum forsætisráðherra - heldur. Fyrirrennari hans sem nú er seðlabankastjóri - ekki í Simbabve heldur á Íslandi - vildi setja fornaldarlög um fjölmiðla svo að þeir trufluðu ekki „stjórnvöld" í sinni djúpu hugleiðslu um hagsmunagæslu og samtryggingu útvalinna. Þessi vill ganga feti framar og biðst undan hinum neikvæðu áhrifum sem kunna að vera fylgifiskur mikillar og líflegrar opinberrar umræðu. Ég held að þetta sé skuggalegasta yfirlýsing sem ég hef séð koma frá íslenskum stjórnmálamanni á síðustu áratugum. Þó hef ég fylgst með fjölmiðlafrumvarpi, uppbyggingu greiningardeilda og stofnun sérsveita. Ég hef heyrt og séð menn réttlæta fasískar lögregluaðgerðir gegn kínverska andófs- og heilsuræktarhópnum Falun Gong. Og síðast en ekki síst hef ég ásamt með þjóðinni fylgst með hinum þrákelknislegu yfirlýsingum varaformanns Flokksins um að hún ætli „víst og samt" á Ólympíuleikana í Peking hvað sem tautar og raular og hvað sem líður Tíbet, lýðræði og mannréttindum - sem hún segist vera búin að ræða nægilega oft við Kínverja. Þekkir valdhrokinn engin takmörk lengur? Hvað er eiginlega í gangi hérna?
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun