Handbolti

Ísland í þriðja sæti riðilsins - Þýskaland úr leik

Elvar Geir Magnússon skrifar
Úr leik Íslands og Þýskalands.
Úr leik Íslands og Þýskalands. Mynd/Vilhelm

Heimsmeistarar Þýskalands eru úr leik í handboltakeppni Ólympíuleikanna. Þeir töpuðu í dag fyrir Danmörku 21-27 en þessi úrslit þýða að Ísland hafnaði í þriðja sæti riðilsins.

Ísland mætir Póllandi eða Frakklandi í átta liða úrslitum. Þessi lið mætast í dag en vinni Pólverjar leikinn þá verða Frakkar mótherjar okkar.

Lokastaða riðilsins

1. S-Kórea

2. Danmörk

3. Ísland

4. Rússland

5. Þýskaland

6. Egyptaland










Fleiri fréttir

Sjá meira


×