Erlent

Lúrðu í loftinu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Myndin tengist ekki þessari frétt en er engu að síður áhyggjuefni.
Myndin tengist ekki þessari frétt en er engu að síður áhyggjuefni. MYND/Skorcareer.com

Tveir flugmenn flugfélagsins Go hafa verið leystir frá störfum tímabundið eftir að hafa sofið yfir sig og flogið fram hjá ákvörðunarstað á Hilo-flugvellinum á Hawaii.

Báðum flugmönnunum rann í brjóst eftir flugtak í Honolulu og rumskuðu þeir ekki fyrr en þeir höfðu flogið rúma 20 kílómetra fram hjá flugvellinum á Hawaii. Þá höfðu flugumferðarstjórar á Hawaii reynt að ná talstöðvarsambandi látlaust í 17 mínútur. Loks vöknuðu flugmennirnir af værum blundi, sneru við og lentu úthvíldir á Hawaii.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×