Handbolti

Gummersbach vill 45 milljónir fyrir Guðjón Val

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson, leikmaður Gummersbach.
Guðjón Valur Sigurðsson, leikmaður Gummersbach. Nordic Photos / Bongarts

Rhein-Neckar Löwen hefur lagt fram tilboð til Gummersbach í þeirri von um að fá Guðjón Val Sigurðsson til liðs við sig strax í sumar.

Þetta sagði Thorsten Storm, framkvæmdarstjóri Rhein-Neckar Löwen sem leikur í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, rétt eins og Gummersbach.

Guðjón Valur skrifaði nýverið undir samning við félagið sem tekur ekki gildi fyrr en að núverandi samningur hans við Gummersbach rennur út sumarið 2009.

„Við höfum gert okkar tilboð," sagði Storm. Gummersbach er sagt vilja fá hálfa milljón evra, rúmar 45 milljónir króna, fyrir Guðjón Val sem mun vera of mikið að mati Rhein-Neckar Löwen.

Storm hefur þó ekki gefið upp alla von. „Ég vona að þetta geti enn gengið eftir."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×