Erlent

Róttækir hægrimenn sigursælir í Austurríki

Tveir róttækir hægriflokkar fengu næstum þriðjung atkvæða í þingkosningum í Austurríki sem fram fóru í dag.

40% atkvæða hafa verið talin.

Sósíaldemókratar fóru með sigur af hólmi, fengu 29 prósent atkvæða en hófsamir hægri menn 25.

Frelsisflokkurinn fékk 18 próent atkvæða en Framtíðarflokkur Jörg Haider fékk 12%.

Bæði Frelsisflokkurinn og Framtíðarflokkurinn þykja afar öfgasinnaðir í ýmsum málaflokkum, þó sérstaklega í málefnum innflytjenda.

Stóru flokkarnir í Austurríki hétu því til að mynda báðir að starfa ekki með þeim að loknum kosningum. Hið mikla fylgi sem þessir flokkar fá gera stöðuna í Austurrískum stjórnamálum því afar flókna að mati stjórnmálaskýrenda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×