Erlent

Kosið í Bæjaralandi

Systurflokkur Kristilegra demókrata í Bæjaralandi, CSU, geldur afhroð í sveitarstjórnarkosningum sem fram fara í dag ef marka má útgönguspár ZDF sjónvarpsstöðvarinnar.

Svmkvæmt henni fær CSU, sem tengist Kristilega demókrataflokki Angelu Merkel kanslara nánum böndum, 43 prósent atkvæða.

Að öllu jöfnu ætti það að vera ágætis árangur í kosningum en það skal tekið fram að CSU hefur haft hreinan meirihluta í Bæjaralandi síðan árið 1962.

Stjórnamálaskýrendur í Þýskalandi segja að fylgishrun CDU boði ekki gott fyrir Merkel kanslara en þingkosningar verða í Þýskalandi á næsta ári.

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×