Erlent

Kínversku geimfararnir komnir heim til jarðar

Kínverski geimfarinn, Zhai Zhiang, sem fór fyrstur Kínverja í geimgöngu í gær, er aftur kominn heim til jarðar. Geimfar með hann og tvo aðra kínverska geimfara um borð lenti í eyðimörkinni í Mongólíu rétt áðan og voru allir um borð við hestaheilsu.

Geimfarinu, Shen Zhou VII , var skotið á loft á fimmtudaginn. Það var þriðja mannaða geimfarið sem Kínverjar hafa skotið á loft.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×