Sport

Þrettán sekúndur að vinna gull

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Elnur Mammadli með fyrsta Ólympíugull Asera frá upphafi.
Elnur Mammadli með fyrsta Ólympíugull Asera frá upphafi. Nordic Photos / AFP

Elnur Mammadli frá Aserbaídsjan var aðeins þrettán sekúndur að vinna til gullverðlauna í 73 kg flokki í júdó á Ólympíuleikunum í Peking í dag.

Þetta voru fyrstu gullverðlaun Asera á Ólympíuleikunum frá upphafi og því Mammadli orðin að þjóðhetju í heimalandi sínu.

Andstæðingur hans í úrslitaviðureigninni var Wang Kichun frá Suður-Kóreu og vann Mammadli á ippon strax í upphafi viðureignarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×