Viðskipti innlent

Engin gjaldeyrisviðskipti í gangi við erlenda banka

Samkvæmt frétt á Bloomberg-fréttaveitunni eru engin gjaldeyrisviðskipti nú í gangi milli Íslands og erlendra banka. Algengt skráð dagsverð á evrunni í Evrópu er nú í kringum 340 kr.. Hér heima er verðið skráð 157 kr..

Framangreint evruverð, þ.e. 340 kr., er skráð hjá Nordea og TD Securities. "Í rauninni er ekki hægt að eiga nein viðskipti með krónuna þar sem að enginn banki samþykkir að skipta henni," segir Mick Ankjær gjaldmiðlasali hjá Nordea í Kaupmannahöfn í samtali við Bloomberg.

Og Bloomberg hefur það eftir Antje Prafecke greinenda hjá Commerzbank í Þýskalandi að allir erlendir bankar hafi nú skorið á lánalínur sínar til íslenskra banka þannig að ekki sé lengur hægt að eiga viðskipti með gjaldeyrir við Ísland.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×