Erlent

Rakettumaðurinn flaug yfir Ermarsund

Óli Tynes skrifar

Svissneski ævintýramaðurinn Yves Rossy flaug í dag yfir Ermarsund á væng með fjórum litlum þotuhreyflum sem var spenntur á bakið á honum.

Hann flaug þessa 35 kílómetera leið á 13 mínútum og náði allt að 200 kílómetra hraða þegar best lét.

Rossy flaug sömu leið og franski flugmaðurinn Louis Bleriot sem flaug fystur manna yfir Ermarsund árið 1909.

Rossy sem flýgur Airbus farþegaþotum fyrir flugfélagið Sviss International smíðaði vænginn sjálfur.

Vænghafið er átta fet og vængurinn er 55 kíló að þyngd, með eldsneyti.

Hann hóf ferð sína í flugvél sem hann stökk út úr í 8000 feta hæð. Áður en hann stökk út ræsti hann þotuhreyflana á vængnum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×