Innlent

Símar hleraðir á 32 íslenskum heimilum

Stjórnvöld létu hlera síma á 32 heimilum í sex lotum á árunum 1949 til 1968, að því er fram kemur í grein Kjartans Ólafssonar fyrrverandi ritstjóra Þjóðviljans og alþingismanns Alþýðubandalagsins, sem birtist í Morgunblaðinu í dag.

Flestar hlerarnirnar voru að undirlagi Bjarna Benediktssonar, ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Að sögn Kjartans eru beiðnir um hleranir ekki rökstuddar og heldur ekki úrskurðir dómara um beiðnirnar. Þær runnu sjálfkrafa í gegnum kerfið.

Þeir sem voru hleraðir voru ýmist framámenn á vinstri væng stjórnmálanna eða leliðtogar í verkalýðshreyfingunni.



Eftirtalin heimili voru hleruð á árunum 1949-1968.

1. Arnar Jónsson og Þórhildur Þórleifsdóttir, bjuggu þá á Kleppsvegi 132 í Reykjavík

2. Áki H. J. Jakobsson og Helga Guðmundsdóttir, bjuggu í Drápuhlíð 36 í Reykjavík

3. Árni Einarsson og Hlín Ingólfsdóttir, bjuggu í Miðtúni 16 í Reykjavík

4. Björn Kristmundsson, bjó á Bollagötu 10 í Reykjavík

5. Brynjólfur Bjarnason og Hallfríður Jónasdóttir, bjuggu á Brekkustíg 14B í Reykjavík

6. Eðvarð Sigurðsson og Ingibjörg S. Jónsdóttir (móðir hans), bjuggu í Litlu Brekku

7. Eggert Þorbjarnarson og Guðrún Rafnsdóttir, bjuggu á Langholtsvegi 35 í Reykjavík

8. Einar Angantýsson og Guðríður Einarsdóttir, bjuggu á Hofsvallagötu 23 í Reykjavík

9. Einar Olgeirsson og Sigríður Þorvarðardóttir, bjuggu á Hrefnugötu 2 í Reykjavík

10. Finnbogi Rútur Valdimarsson og Hulda Jakobsdóttir, bjuggu á Marbakka í Kópavogi

11. Guðlaugur Jónsson og Margrét Ólafsdóttir, bjuggu á Hverfisgötu 104B í Reykjavík

12. Guðmundur Hjartarson og Þórdís Þorbjörnsdóttir, bjuggu á Hraunteigi 23 í Reykjavík.

13. Guðmundur Vigfússon og Marta Kristmundsdóttir, bjuggu þá á Bollagötu 10 í Reykjavík.

14. Hannibal Valdimarsson og Sólveig Ólafsdóttir, bjuggu þá á Laugarnesvegi 100 í Reykjavík.

15. Haraldur S. Norðdahl og Valgerður Jónsdóttir Norðdahl, bjuggu þá á Bergstaðastræti 66 í Reykjavík.

16. Hjalti Árnason og Sigríður Friðriksdóttir, bjuggu þá á Snorrabraut 32 í Reykjavík.

17. Jens Hallgrímsson og Sigríður Ólafsdóttir, bjuggu þá á Baugsvegi 35 í Reykjavík.

18. Jón Bjarnason og Jóhanna Bjarnadóttir, bjuggu þá á Skólavörðustíg 19 í Reykjavík.

19. Kristinn E. Andrésson og Þóra Vigfúsdóttir, bjuggu 1951 í Þingholtsstræti 27 í Reykjavík en 1961 á Kleppsvegi 34 í Reykjavík.

20. Lúðvík Jósepsson og Fjóla Steinsdóttir, bjuggu þá á Miklubraut 80 í Reykjavík.

21. Magnús Kjartansson og Kristrún Ágústsdóttir, bjuggu þá á Háteigsvegi 42 í Reykjavík.

22. Páll Bergþórsson og Hulda Baldursdóttir, bjuggu þá í Skaftahlíð 8 í Reykjavík.

23. Ragnar Arnalds og Hallveig Thorlacius, bjuggu þá í Bólstaðarhlíð 14 í Reykjavík.

24. Sigfús A. Sigurhjartarson og Sigríður Stefánsdóttir, bjuggu þá á Laugateigi 24 í Reykjavík.

25. Sigurður Guðmundsson og Ásdís Þórhallsdóttir, bjuggu þá á Fálkagötu 1 í Reykjavík.

26. Sigurður Guðnason og Kristín Guðmundsdóttir, bjuggu þá á Hringbraut 88 í Reykjavík.

27. Snorri Jónsson og Agnes Magnúsdóttir, bjuggu þá á Kaplaskjólsvegi 54 í Reykjavík.

28. Stefán Bjarnason og Rósa S. Kristjánsdóttir, bjuggu þá á Sunnuvegi 19 í Reykjavík.

29. Stefán Jakobsson og Guðrún Guðjónsdóttir, bjuggu þá á Háteigsvegi 30 í Reykjavík.

30. Stefán Ögmundsson og Elín Guðmundsdóttir, bjuggu þá í Þingholtsstræti 27 í Reykjavík.

31. Úlfur Hjörvar og Helga Helgadóttir Hjörvar, bjuggu þá á Bergþórugötu 1 í Reykjavík.

32. Þráinn Haraldsson og Unnur Kristjánsdóttir, bjuggu þá í Stóragerði 10 í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×