Fjárfestar glaðir með efnahagsráðgjafa vestanhafs 26. nóvember 2008 21:07 Miðlarar taka tölurnar niður á bandaríska hlutabréfamarkaðnum. Mynd/AP Gengi hlutabréfa hækkaði almennt í Bandaríkjunum í dag. Hækkun olíuverðs og bjartsýni fjárfesta á að teymi efnahagsráðgjafa Baracks Obama, verðandi forseta landsins, muni takast að rétta efnahagslífið við eftir hamfarir síðustu mánuði. Þetta er fjórði dagurinn í röð sem helstu hutabréfavísitölur landsins enduðu í plús. Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði um sjö prósent í dag og endaði í tæpum 54,5 dölum á fat. Þessi hækkun endurspeglaðist í gengi olíufélaga á borð við Exxon Mobil og Chevron. Exxon hækkaði um 2,5 prósent og Chevron um þrjú prósent.Þá bendir Bloomberg-fréttaveitan á að verulegur kippur hafi komið í kauphöllum vestanhafs eftir að Obama réð Paul Volcker, fyrrum seðlabankastjóra Bandaríkjanna, til að leiða ráðgjafanefnd í efnahagsmálum. Á meðal annarra manna í fylkingu Obama gegn hremmingum í efnahagsmálum landsins sem varað hafa í rúmt ár eru Tim Geithner, seðlabankastjóri New York-ríkis, sem mun taka við stól fjármálaráðherra af Henry Paulson á nýju ári og Lawrence Summers, sem verður aðalráðgjafi forsetans í efnahagsmálum.S&P 500-hlutabréfavísitalan, sem þykir endurspegla vel hreyfingar og stemningu á bandarískum hlutabréfamarkaði, hækkaði um 3,5 prósent og endaði í 887,68 stigum. Á fimmtudag í síðustu viku hafði hún ekki verið lægri í ellefu ár.Þá hækkaði Dow Jones-hlutabréfavísitalan, sem samanstendur af 30 umsvifamestu fyrirtækjum á bandarískum hlutabréfamarkaði, um 2,9 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Gengi hlutabréfa hækkaði almennt í Bandaríkjunum í dag. Hækkun olíuverðs og bjartsýni fjárfesta á að teymi efnahagsráðgjafa Baracks Obama, verðandi forseta landsins, muni takast að rétta efnahagslífið við eftir hamfarir síðustu mánuði. Þetta er fjórði dagurinn í röð sem helstu hutabréfavísitölur landsins enduðu í plús. Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði um sjö prósent í dag og endaði í tæpum 54,5 dölum á fat. Þessi hækkun endurspeglaðist í gengi olíufélaga á borð við Exxon Mobil og Chevron. Exxon hækkaði um 2,5 prósent og Chevron um þrjú prósent.Þá bendir Bloomberg-fréttaveitan á að verulegur kippur hafi komið í kauphöllum vestanhafs eftir að Obama réð Paul Volcker, fyrrum seðlabankastjóra Bandaríkjanna, til að leiða ráðgjafanefnd í efnahagsmálum. Á meðal annarra manna í fylkingu Obama gegn hremmingum í efnahagsmálum landsins sem varað hafa í rúmt ár eru Tim Geithner, seðlabankastjóri New York-ríkis, sem mun taka við stól fjármálaráðherra af Henry Paulson á nýju ári og Lawrence Summers, sem verður aðalráðgjafi forsetans í efnahagsmálum.S&P 500-hlutabréfavísitalan, sem þykir endurspegla vel hreyfingar og stemningu á bandarískum hlutabréfamarkaði, hækkaði um 3,5 prósent og endaði í 887,68 stigum. Á fimmtudag í síðustu viku hafði hún ekki verið lægri í ellefu ár.Þá hækkaði Dow Jones-hlutabréfavísitalan, sem samanstendur af 30 umsvifamestu fyrirtækjum á bandarískum hlutabréfamarkaði, um 2,9 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira