Innlent

Heimilisofbeldi í Keflavík

Til átaka kom milli heimilisfólks í íbúð í Keflavík í nótt og var kallað á lögreglu. Þegar hún kom á vettvang var ölóður húsbóndinn þar fyrir og tveggja ára barn, en húsmóðirin var flúin.

Maðurinn var yfirbugaður og færður í fangageymslur en barninu komið í umsjá barnaverndarnefndar. Ekki liggur fyrir hversu alvarlega maðurinn hefur misþyrmt konunni.-Þá laumaðist maður inn í íbúð fyrrverandi sambýliskonu sinnar og tók þaðan sitthvað ófrjálsri hendi. Lögreglan hafði upp á honum og eru hlutirnir komnir til skila.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×