Viðskipti innlent

Spá 15,8 prósent verðbólgu í október

Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Glitnis.
Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Glitnis.

Greining Glitnis spáir því að vísitala neysluverðs muni hækka um 2,1% í október. Gangi spáin eftir verður 12 mánaða verðbólga 15,8%.

Matur og drykkjarvörur er stærsti áhrifavaldurinn í hækkun vísitölu neysluverð í október, en Greining Glitnis spáir ríflega 6% hækkun á matarverði milli mánaða sem skilar sér í 0,8% hækkun vísitölu neysluverðs nú. Föt og skór hækka að mati Glitnis um tæplega 5%, húsgögn og heimilisbúnaður um 4% og ferðir og flutningar um tæp 2%.

,,Mikil óvissa er í spánni, bæði vegna þess að raunverulegt innflutningsverð innfluttrar vöru hefur verið á reiki í umróti undanfarinna vikna, og eins þar sem tilboð og útsölur af ýmsu tagi hafa skotið upp kollinum á síðustu vikum," segir í Greiningu Glitnis.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×