Handbolti

Skyldusigur hjá Króötum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Petr Hruby kemst hér fram hjá Króatanum Metar Metlicic.
Petr Hruby kemst hér fram hjá Króatanum Metar Metlicic. Nordic Photos / AFP

Króatía vann í dag skyldusigur á Tékkum í A-riðli á EM í handbolta, 30-26, eftir að staðan var jöfn í hálfleik, 13-13.

Króatar voru lengst af með undirtökin í fyrri hálfleik en góður endasprettur hjá Tékkum gerði það að verkum að þeim tókst að jafna metin undir lok hálfleiksins.

En Tékkar náðu aldrei að komast yfir í leiknum, nema í stöðunni 1-0, og var sigur Króata aldrei í hættu í síðari hálfleik.

Ivano Balic var markahæstur Króata með sex mörk en þeir Domagoj Duvnjak og Blazenko Lackovic skoruðu fimm mörk hver. Duvnjak skoraði öll sín mörk úr vítum.

Hjá Tékkum var Jiri Vitek markahæstur með sjö mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×